Lyngby hefur staðfest að það sé í viðræðum við erlent félag um sölu á þjálfara sínum, Frey Alexanderssyni.
Danskir miðlar sögðu frá því fyrr í morgun að Freyr væri að taka við Kortrijk, botnliði belgísku úrvalsdeildarinnar.
Lyngby tekur fram að það eigi eftir að klára smáatriði en búast má við að allt verði frágengið á næsta sólarhring.
„Í dag erum við leið. Við áttum okkur samt á því að Freyr hefur hjálpað til við að búa til ótrúlegan grunn og menningu í þessu félagi. Það er eitthvað fyrir nýjan þjálfara að byggja ofan á,“ segir Nicas Kjeldsen, yfirmaður íþróttamála hjá Lyngby.
„Við erum þegar farnir að ræða við nokkra kandídata. Við munum finna þann rétta í starfið og hefja nýjan kafla í okkar sögu.“
Freyr tók við Lyngby árið 2021 í dönsku B-deildinni og hefur skilað af sér frábæru starfi. Liðið er nú um miðja úrvalsdeild eftir að hafa haldið sér uppi sem nýliði í fyrra.
Íslendingarnir Gylfi Þór Sigurðsson, Andri Lucas Guðjohnsen, Sævar Atli Magnússon og Kolbeinn Birgir Finnsson spila með liðinu.
FREYR ALEXANDERSSON ER PÅ VEJ TIL UDENLANDSK KLUB 💙
Lyngby Boldklub kan på baggrund af spekulationer i pressen bekræfte, at klubben er i forhandlinger med en udenlandsk klub om et salg af klubbens cheftræner Freyr Alexandersson.
Også Jonathan Hartmann stopper i Lyngby… pic.twitter.com/d66IR7SgLE
— Lyngby Boldklub (@LyngbyBoldklub) January 4, 2024