fbpx
Miðvikudagur 10.september 2025
433Sport

Greenwood hent af velli fyrir ljótt orðbragð – Opinberar hvað hann sagði og segir að um misskilning sé að ræða

Helgi Fannar Sigurðsson
Miðvikudaginn 3. janúar 2024 08:30

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mason Greenwood var rekinn af velli í leik Getafe gegn Rayo Vallecano í La Liga í gær. Fékk hann rauða spjaldið eftir orðaskipti við dómara leiksins en stjóri Getafe segir hann ekki hafa móðgað neinn.

Getafe tapaði 2-0 í gær en endaði leikinn þremur mönnum færri. Greenwood var annar leikmaðurinn til að vera rekinn út af og var það á 50. mínútu.

Englendingurinn ungi var pirraður á hversu oft hafði verið brotið á honum og í myndavélunum virtist hann segja „farðu til fjandans (e. fuck off)“ við dómarann.

Jose Bordalas, stjóri Getafe, segir svo ekki vera.

„Hann sagði „ekki láta svona við mig (e. don’t fuck with me),“ bara það. Þetta var pirringur en hann móðgaði engan.“

Greenwood hefur verið mikið í umræðunni en hann er orðaður við Barcelona og Atletico Madrid þessa dagana eftir flotta frammistöðu á láni hjá Getafe frá Manchester United.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Góð frammistaða en grátleg niðurstaða í París

Góð frammistaða en grátleg niðurstaða í París
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Íslenska landsliðið hreinlega rænt stigi í París – Sjáðu brotið sem var dæmt á Andra Lucas

Íslenska landsliðið hreinlega rænt stigi í París – Sjáðu brotið sem var dæmt á Andra Lucas
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Andri Lucas og Daníel Tristan ekki einu bræðurnir á vellinum í kvöld

Andri Lucas og Daníel Tristan ekki einu bræðurnir á vellinum í kvöld
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Gátu ekkert gegn Íslandi en náðu í stig í kvöld

Gátu ekkert gegn Íslandi en náðu í stig í kvöld
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Hjartnæmt Guðjohnsen-myndband vekur athygli um heim allan

Hjartnæmt Guðjohnsen-myndband vekur athygli um heim allan
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Isak boðar það að segja alla söguna um hvað gerðist bak við tjöldin

Isak boðar það að segja alla söguna um hvað gerðist bak við tjöldin
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Arnar útskýrir áhrifin sem fjarvera Alberts hefur

Arnar útskýrir áhrifin sem fjarvera Alberts hefur
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Þurfa að vera óhræddir og þá getur allt gerst

Þurfa að vera óhræddir og þá getur allt gerst