Manchester United hefur nýtt sér klásúlu í lánssamningi Sergio Reguilon um að um að senda hann aftur til Tottenham. The Athletic greinir frá.
Vinstri bakvörðurinn var fenginn til United í september á láni frá Tottenham vegna meiðslavandræða Luke Shaw og Tyrell Malacia. Nú er sá fyrrnefndi hins vegar snúinn aftur og Malacia nálgast endurkomu.
Félagið sér því ekki lengur not fyrir Reguilon og hefur sent hann til baka.
Reguilon má fara í annað lið í janúar þar sem hann hefur aðeins spilað fyrir United á þessari leiktíð.
🚨 EXCL: Sergio Reguilon is rejoining Tottenham Hotspur from Manchester United. Season-long loan included break clause for left-back to return in January & #MUFC have activated that option (always minded to do so). 27yo played 12 games @TheAthleticFC #THFC https://t.co/vOsC8tmGlO
— David Ornstein (@David_Ornstein) January 2, 2024