Wolves í ensku úrvalsdeildinni hefur komið ansi mörgum á óvart og samið við sóknarmanninn Fletcher Holman.
Holman er ekki nafn sem margir kannast við en hann skoraði 17 mörk fyrir Eastbourne Borough á síðustu leiktíð.
Holman var þá aðeins 18 ára gamall og gerði svo fimm mörk í 17 leikjum fyrir Borough á þessari leiktíð.
Framherjinn er í dag 19 ára gamall en Wolves ákvað að semja við strákinn sem tekur ansi stórt stökk.
Borough leikur í sjöttu efstu deild Englands cog er Holman svo sannarlega ekki vanur að spila með leikmönnum í ensku úrvalsdeildinni.
Samkvæmt enskum miðlum er þó möguleiki á að Holman fái tækifæri um helgina er Wolves spilar við Brentford í enska bikarnum.