fbpx
Sunnudagur 14.desember 2025
433Sport

Arteta virðist vera sáttur og enginn er á leiðinni – ,,Eina sem ég vil er að vinna áfram með þeim“

Victor Pálsson
Þriðjudaginn 2. janúar 2024 21:00

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mikel Arteta, stjóri Arsenal, hefur staðfest það að hann sé ekki að leitast eftir því að fá inn nýja leikmenn í janúar.

Arsenal er í toppbaráttunni á Englandi og telja margir að liðið þurfi á auka breidd að halda til að halda í við önnur lið.

Enska stórliðið hefur spilað ansi vel í vetur en næsti leikur liðsins er gegn Liverpool þann 7. janúar.

Það er þó ekki útlit fyrir að Arsenal muni styrkja sig í janúar en Arteta er ánægður með þann hóp sem hann vinnur með í dag.

,,Það eina sem ég vil eru leikmennirnir sem hafa komið okkur svona langt á tímabilinu og ég vil halda áfram að vinna með þeim. Það er það eina,“ sagði Arteta.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Í gær

Segist hafa fundið fyrir mikilli pressu eftir áhuga United í sumar

Segist hafa fundið fyrir mikilli pressu eftir áhuga United í sumar
433Sport
Í gær

Vilja kaupa sóknarmann Tottenham í janúar

Vilja kaupa sóknarmann Tottenham í janúar
433Sport
Fyrir 2 dögum

Kemur Gyokeres til varnar

Kemur Gyokeres til varnar
433Sport
Fyrir 2 dögum

Albert uppljóstrar um nöfn stórliða sem drógu sig úr viðræðum við hann eftir að kærumálið kom upp

Albert uppljóstrar um nöfn stórliða sem drógu sig úr viðræðum við hann eftir að kærumálið kom upp
433Sport
Fyrir 2 dögum
Salah snýr aftur