fbpx
Þriðjudagur 26.ágúst 2025
433Sport

Skilaboð birtast sem Antony sendi á fyrrum unnustu sína – „Ég vona að þú drepist, farðu til fjandans“

Hörður Snævar Jónsson
Þriðjudaginn 5. september 2023 08:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lögreglan í Manchester er byrjuð að skoða grófar ásakanir sem Antony leikmaður Manchester United liggur nú undir. Fyrrum unnusta Antony hefur lagt fram kæru í Brasilíu, heimalandi þeirra.

Meint ofbeldi á að hafa átt sér stað í Manchester og því skoðar lögreglan þar í borg málið. Forráðamenn í knattspyrnusambandi Var Antony hent úr landsliði Brasilíu í gær vegna málsins.

Skilaboð sem Antony sendi á konunni hafa nú birst og ensk blöð hafa þýtt þau yfir á ensku

Antony hefur gefið skýrslu hjá lögreglunni og hafnar þar öllum þeim ásökunum sem hann hefur setið undir.
Gabriella Cavallin sem er nú fyrrum unnusta Antony segist hafa óttast um líf sitt þegar hann á að hafa lagt á hanar hendur. Cavallin fór til lögreglunnar og segir að Antony hafi beitt sig líkamlegu ofbeldi. Segja fjölmiðlar að um sé að ræða fjögur skipti sem hún sakar Antony um ofbeldi.

Segir í fréttum í Brasilíu að Cavallin hafi farið með myndir af meintum áverkum til lögreglunnar og samskipti þeirra á milli. Nú hafa myndirnar birst á veraldarvefnum

Konan hefur ítrekað sætt við lögregluna í Sao Paulo sem er nú að rannsaka málið. „Hann sagði að ég yrði bara með honum, að ég yrði ekki með neinum öðrum,“ segir Cavallin.

„Hann sagði að ég og sonur okkar myndum deyja, ég tjáði honum að ég væri aftur ófrísk. Að ég væri hrædd,“ segir Cavalin.

Á myndunum má sjá skurð á hausnum á Cavallin og meiðsli á fingrum en Antony heldur áfram að halda fram sakleysi sínu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Brighton fjárfestir í byltingarkenndri tækni – Leikmenn með hátalara á bakinu á æfingum

Brighton fjárfestir í byltingarkenndri tækni – Leikmenn með hátalara á bakinu á æfingum
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Trent gæti verið í klípu hjá Real Madrid og Alonso varar alla leikmenn við

Trent gæti verið í klípu hjá Real Madrid og Alonso varar alla leikmenn við
433Sport
Í gær

Gæti hetjan á Ísafirði horfið á braut í haust? – „Stokkurinn er hár núna“

Gæti hetjan á Ísafirði horfið á braut í haust? – „Stokkurinn er hár núna“
433Sport
Í gær

Viðræður þokast vel og líklegt að Hojlund fari til McTominay og félaga

Viðræður þokast vel og líklegt að Hojlund fari til McTominay og félaga