fbpx
Sunnudagur 11.maí 2025
433Sport

Senda opið bréf til bæjaryfirvalda – „Við ósk­um eft­ir svör­um“

Helgi Fannar Sigurðsson
Fimmtudaginn 28. september 2023 13:30

Frá Vivaldivellinum á Seltjarnarnesi. Mynd: Grótta

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nokkrir leikmenn Gróttu hafa skrifað opið bréf til bæjaryfirvalda á Seltjarnarnesi þar sem bent er á slæmt ástand á gervigrasi félagsins og óskað eftir því að nýtt verði lagt.

Gervigrasið var lagt árið 2016 en leikmennirnir benda á að það sé löngu búið að missa sína réttu lögun, það sé þurrt þegar ekki rignir þar sem ekki er vökvunarbúnaður og að það sé beinlínis hættulegt.

Þá er bent á að tveir leikmenn hafi slitið krossbönd á vellinum á síðasta ári.

Leikmennirnir kalla eftir breytingum strax, enda séu þær bráðnauðsynlegar.

Opið bréf til bæjaryfirvalda
„Kæru Seltirn­ing­ar,

Við skrif­um hér opið bréf til þeirra sem bera ábyrgð á íþrótta­mál­um í bæn­um. Og til annarra sem láta sig mál­in varða.  

Fyr­ir ykk­ur sem þekkið okk­ur ekki þá erum við öll fædd og upp­al­in á Seltjarn­ar­nesi. Við höf­um spilað fyr­ir Gróttu nær allt okk­ar líf og eig­um sam­an­lagt um 700 meist­ara­flokks­leiki fyr­ir okk­ar kæra fé­lag.

Við köll­um eft­ir svör­um við stór­um og mik­il­væg­um spurn­ing­um sem brenna á vör­um margra. Gervi­grasvöll­ur okk­ar Gróttu­fólks er orðinn hættu­leg­ur – göt eru byrjað að mynd­ast í völl­inn og grasið hef­ur fyr­ir löngu misst sína réttu lög­un. Fyr­ir utan það er ekki vökv­un­ar­kerfi und­ir vell­in­um og því er gervi­grasið skraufþurrt þegar ekki hef­ur rignt.  Skipt var um gras á Vi­valdi­vell­in­um árið 2016 og miðað við notk­un­ina, sem er mik­il all­an árs­ins hring, þá er grasið fyr­ir löngu komið á tíma. Við sem æfum þarna dag­lega telj­um að það hefði átt að end­ur­nýja grasið árið 2021 eða 2022. Nú er 2023 komið langt á leið og það sem við heyr­um er að það komi ekki nýtt gras fyrr en KANNSKI árið 2025. Það slitnuðu tvö kross­bönd á vell­in­um í byrj­un tíma­bils 2022 og er tímaspurs­mál hvenær sam­bæri­leg meiðsli munu líta dags­ins ljós af völd­um gervi­grass­ins. Það tek­ur um 12 mánuði að jafna sig á kross­bands­slit­um. Það ætti að gera allt til að fyr­ir­byggja svona al­var­leg meiðsli. Bráðefni­leg­ir ung­ir leik­menn spila í báðum meist­ara­flokk­um Gróttu og að bjóða þeim upp á svona lé­leg­an völl hjálp­ar fram­förum þeirra ekki.    

Hér má sjá upp­lýs­ing­ar um þá upp­bygg­ingu sem hef­ur verið á aðstöðu til knatt­spyrnuiðkun­ar síðustu árin hjá öðrum fé­lög­um. Þetta er ör­ugg­lega ekki tæm­andi listi en sýn­ir hvað er í gangi. Við erum hrædd um að við séum að drag­ast vel aft­urúr.  

Gervi­grasið er ekki það eina sem er komið fram yfir síðasta sölu­dag, en eins og flest­um for­eldr­um iðkenda Gróttu er nokkuð ljóst þá er Vall­ar­húsið löngu sprungið. Vinnuaðstaða þjálf­ara er mjög tak­mörkuð. Yngri flokk­ar fé­lags­ins hafa aðeins af­not af tveim­ur klef­um. Aðstaðan er fyr­ir neðan all­ar hell­ur miðað við það mikla fag­fólk sem vinn­ur í kring­um fé­lagið og þá frá­bæru iðkend­ur sem eru hjá Gróttu. Eins og sjá má á mynd­un­um þá þurfa krakk­ar á öll­um aldri að skipta um föt og skó fyr­ir utan Vall­ar­húsið, inni í bíl­skúr eða úti á gangi þá daga sem leik­ir eru á vell­in­um að kvöldi. Þetta er alls ekki Gróttu sæm­andi og þarf að finna lausn­ir á þess­um vanda strax og grípa til aðgerða áður en það verður ein­fald­lega um sein­an.  

Hvað mein­um við með „áður en það verður um sein­an?“ Grótta er eitt minnsta fé­lagið á höfuðborg­ar­svæðinu en tefl­ir þrátt fyr­ir það fram meist­ara­flokk­um sem hafa náð eft­ir­tekt­ar­verðum ár­angri og býður upp á góða þjálf­un fyr­ir öll börn og ung­linga. Starfið hef­ur verið knúið áfram af fólki með stórt Gróttu­hjarta en það þarf að hlúa að þessu fólki.  

Við end­um þetta á því að spyrja: Hver eru plön­in fyr­ir upp­bygg­ingu á knatt­spyrnuaðstöðu á Nes­inu? Verður gervi­grasið end­ur­nýjað? Með vökv­un­ar­kerfi? Verður vall­ar­húsið, sem er löngu sprungið, stækkað? Verður byggt yfir litla völl­inn? Við ósk­um eft­ir svör­um.  

Gróttu­kveðja,

Arn­ar Þór, Kristó­fer Mel­steð, Kristó­fer Orri, Pét­ur Theo­dór og Tinna Bjark­ar“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Slot reynir að róa stuðningsmenn Liverpool – ,,Við gerðum allt sem við gátum“

Slot reynir að róa stuðningsmenn Liverpool – ,,Við gerðum allt sem við gátum“
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Samþykkt að 48 lið verða á HM

Samþykkt að 48 lið verða á HM
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Mjög áhyggjufullur fyrir úrslitaleik United – ,,Mér líður ekki vel“

Mjög áhyggjufullur fyrir úrslitaleik United – ,,Mér líður ekki vel“
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Gömul ummæli Trent vekja nú athygli – Nefndi manninn sem er orðaður við Liverpool í dag

Gömul ummæli Trent vekja nú athygli – Nefndi manninn sem er orðaður við Liverpool í dag
433Sport
Í gær

Sjáðu nýjar EM-treyjur Íslands – Úr endurunnu hráefni og sækja innblástur í hreyfingar Norðurljósanna

Sjáðu nýjar EM-treyjur Íslands – Úr endurunnu hráefni og sækja innblástur í hreyfingar Norðurljósanna
433Sport
Í gær

Kynlífsmyndband fór í dreifingu frá stað sem margir Íslendingar kannast við

Kynlífsmyndband fór í dreifingu frá stað sem margir Íslendingar kannast við
433Sport
Í gær

Wirtz áfram efstur á lista City þrátt fyrir fréttir vikunnar

Wirtz áfram efstur á lista City þrátt fyrir fréttir vikunnar
433Sport
Í gær

Bakvörður sem Liverpool vill fæst ódýrt í sumar

Bakvörður sem Liverpool vill fæst ódýrt í sumar