fbpx
Þriðjudagur 02.desember 2025
433Sport

Ten Hag leitar logandi ljósi að kantmanni í ljósi stöðunnar – Fyrrum leikmaður Arsenal nokkuð óvænt á blaði

Helgi Fannar Sigurðsson
Miðvikudaginn 27. september 2023 11:00

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Manchester United leitar nú að kantmanni en það er mikil vandræðastaða hjá félaginu.

Þeir Jadon Sancho og Antony hafa báðir verið frá undanfarið vegna vandræða utan vallar og ekki er ljóst hvenær annar þeirra eða báðir snúa aftur.

Því leitar Erik ten Hag að kantmanni og er leikmaður Bayern Munchen, Serge Gnabry, þar á blaði.

Það er Nacional sem greinir frá þessu en Gnabry hefur staðið sig vel með Bayern undanfarin ár.

Kappinn fór ungur að árum til Arsenal og kom upp í gegnum unglingastarf félagsins en náði aldrei að festa sig í sessi hjá aðalliðinu.

Hinn 28 ára gamli Gnabry sprakk hins vegar út hjá Bayern eftir að hann fór þangað árið 2017.

Félagaskiptaglugginn opnar aftur í janúar og þá gæti United reynt að fá Gnabry.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Fékk ekki fyrirsagnirnar en var besti maður vallarins í gær

Fékk ekki fyrirsagnirnar en var besti maður vallarins í gær
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Furðulegur blaðamannafundur Pep Guardiola í dag vekur athygli

Furðulegur blaðamannafundur Pep Guardiola í dag vekur athygli
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

United sagt undirbúa svakalegt tilboð

United sagt undirbúa svakalegt tilboð
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Sú besta verður lengi frá

Sú besta verður lengi frá
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Urðar yfir stjórnina eftir tapið gegn United í gær

Urðar yfir stjórnina eftir tapið gegn United í gær
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Isak varar stuðningsmenn við

Isak varar stuðningsmenn við
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Þetta er upphæðin sem Aron fær í sinn vasa eftir að hafa verið leystur undan starfsskyldum sínum

Þetta er upphæðin sem Aron fær í sinn vasa eftir að hafa verið leystur undan starfsskyldum sínum