Barcelona og Real Madrid eru bæði á eftir hinum efnilega Nico Williams hjá Athletic Bilbao. Sport segir frá.
Williams, sem er 21 árs gamall, er á lokaári samnigs síns hjá Athletic Bilbao og gæti því farið frítt næsta sumar. Ekki hefur tekist að endursemja við hann. Börsungar hafa þegar sett sig í samband við fulltrúa leikmannsins og þá fylgist Real Madrid einnig með gangi mála.
Þá er áhugi utan landssteinanna einnig og þar á meðal í ensku úrvaldeildinni.
Þess ber að geta að félög utan Spánar geta samið við leikmanninn strax í janúar um að ganga til liðs við þau frítt næsta sumar.