Orðrómar um að Ivan Toney fari frá Brentford í janúar verða háværari.
Framherjinn er í banni þar til í janúar vegna brota á veðmálareglum en það stoppar ensk stórlið ekki í að fylgjast grannt með gangi mála hjá leikmanninum.
Toney hefur verið orðaður við Chelsea en nú segir Mirror að Arsenal hafi einnig mikinn áhuga.
Bæði félög gætu reynt að fá Toney strax í janúar.
Það er talið að Brentford vilji 60 milljónir punda fyrir leikmanninn.