Sir Alex Ferguson, einn besti ef ekki besti stjóri í sögu ensku úrvalsdeildarinnar, var nálægt því að taka við Tottenham á sínum tíma.
Frá þessu greinir rithöfundurinn Alex Lynn sem þekkti alla stjórnarformenn Tottenham er viðræðurnar áttu sér stað.
Ferguson var búinn að samþykkja að taka við Tottenham árið 1984 og þá yfirgefa Aberdeen en breytti síðar um skoðun.
Það var ekki ákvörðun Ferguson að neita boði Tottenham heldur hafði eiginkona hans, Cathy, engan áhuga á að flytja til London.
Ferguson hélt því áfram hjá Aberdeen í tvö ár en var svo fluttur til Manchester tveimur árum síðar.
Ferguson var þar frá 1986 til 2013 og vann ensku deildina þrettán sinnum og Meistaradeildina tvisvar.