fbpx
Mánudagur 15.september 2025
433Sport

Breskir miðlar fjalla af kappi um Gylfa Þór – Stóra stundin á föstudaginn?

Helgi Fannar Sigurðsson
Þriðjudaginn 19. september 2023 08:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það styttist heldur betur í endurkomu Gylfa Þórs Sigurðssonar á knattspyrnuvöllinn. Enskir miðlar hafa mikinn áhuga á þessu og fjalla um endurkomu Íslendingsins.

Gylfi hefur ekki spilað fótbolta í meira en tvö ár eða frá því hann lék með Everton vorið 2021 í ensku úrvalsdeildinni.

Nú er kappinn mættur til Lyngby í dönsku úrvalsdeildinni. Hann hefur verið að koma sér í gang undanfarnar vikur og segir Freyr Alexandersson, þjálfari liðsins, að hann gæti snúið aftur á völlinn gegn Vejle á föstudag.

„Við erum aðeins á undan áætlun. Gylfi gæti vel spilað á föstudag. Við vonum að hann verði í hópnum þar en ef ekki þá allavega í næstu viku,“ sagði Freyr við danska miðla.

„Hann lítur mjög vel út. Hann hefur æft á fullu undanfarnar fjórar æfingar og lítur betur og betur út.“

Freyr er eðlilega mikill aðdáandi Gylfa, en hann starfaði áður með honum hjá íslenska landsliðinu.

„Varnarvinna hans og pressa hans eru þættir leiksins sem hann er vanmetinn í. Hann er ótrúlega góður í þessu.“ 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Arsenal, Liverpool og United öll á eftir liðsfélaga Hákonar

Arsenal, Liverpool og United öll á eftir liðsfélaga Hákonar
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Formaður KR segir liðið á réttri leið og að fall úr deildinni sé ekki það versta í heimi

Formaður KR segir liðið á réttri leið og að fall úr deildinni sé ekki það versta í heimi
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Sjáðu niðurlæginguna umtöluðu í gær

Sjáðu niðurlæginguna umtöluðu í gær
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Tölfræði Sesko í nágrannaslagnum vekur mikla athygli

Tölfræði Sesko í nágrannaslagnum vekur mikla athygli
433Sport
Fyrir 2 dögum

Stjarnan og Þróttur með sigra – Víkingur upp í efri hlutann

Stjarnan og Þróttur með sigra – Víkingur upp í efri hlutann
433Sport
Fyrir 3 dögum

Sjáðu fallegt augnablik í dag – Meyr er hann tók við óvæntum glaðningi

Sjáðu fallegt augnablik í dag – Meyr er hann tók við óvæntum glaðningi