Jose Bordalas, stjóri Getafe á Spáni, hefur dregið til baka ummæli sín um að Jude Bellingham hafi hvatt Mason Greenwood til að fara í spænska boltann í sumar.
Greenwood gekk í raðir Getafe frá Manchester United á láni. Hann spilaði sinn fyrsta leik í um 20 mánuði í gær en hann hefur verið lengi frá í kjölfar þess að kærasta hans sakaði hann um gróft ofbeldi í sambandi þeirra.
Málið fór fyrir dóm en lykilvitni steig til hliðar og málið látið niður falla.
Samlandi hans, Bellingham, fór til Real Madrid í sumar og gaf Bordalas það í skyn á dögunum að miðjumaðurinn hafi hvatt Greenwood til að færa sig yfir til Spánar.
Bellingham og hans fulltrúar eru sagðir afar ósáttir við þetta ummæli hans og hefur Bordalas nú dregið þau til baka.
„Það er búið að útskýra fyrir mér að svona hafi þetta ekki verið. Ég biðst afsökunar. Ég vil bara taka fram að það var ekkert illt á bak við þetta,“ segir Bordalas.