fbpx
Fimmtudagur 18.september 2025
433Sport

Bellingham sagður öskuillur vegna ummæla um sig og Greenwood – Búið að draga allt til baka

Helgi Fannar Sigurðsson
Mánudaginn 18. september 2023 13:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jose Bordalas, stjóri Getafe á Spáni, hefur dregið til baka ummæli sín um að Jude Bellingham hafi hvatt Mason Greenwood til að fara í spænska boltann í sumar.

Greenwood gekk í raðir Getafe frá Manchester United á láni. Hann spilaði sinn fyrsta leik í um 20 mánuði í gær en hann hefur verið lengi frá í kjölfar þess að kærasta hans sakaði hann um gróft ofbeldi í sambandi þeirra.

Málið fór fyrir dóm en lykilvitni steig til hliðar og málið látið niður falla.

Getty Images

Samlandi hans, Bellingham, fór til Real Madrid í sumar og gaf Bordalas það í skyn á dögunum að miðjumaðurinn hafi hvatt Greenwood til að færa sig yfir til Spánar.

Bellingham og hans fulltrúar eru sagðir afar ósáttir við þetta ummæli hans og hefur Bordalas nú dregið þau til baka.

„Það er búið að útskýra fyrir mér að svona hafi þetta ekki verið. Ég biðst afsökunar. Ég vil bara taka fram að það var ekkert illt á bak við þetta,“ segir Bordalas.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Næstu þrír leikir gætu verið þeir síðustu hjá Amorim ef illa fer

Næstu þrír leikir gætu verið þeir síðustu hjá Amorim ef illa fer
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Tilkynna um andlát ungs manns – Samfélagið harmi slegið

Tilkynna um andlát ungs manns – Samfélagið harmi slegið
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Enn á ný baunað á KSÍ eftir uppákomu í kvöld – „Þessar reglur eru grín og það vita það allir“

Enn á ný baunað á KSÍ eftir uppákomu í kvöld – „Þessar reglur eru grín og það vita það allir“
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

KR ræður John Andrews til starfa – Gert frábæra hluti hér á landi

KR ræður John Andrews til starfa – Gert frábæra hluti hér á landi