Bayern Munchen hefur áhuga á að fá Scott McTominay frá Manchester United í janúar. Mirror segir frá.
Skoski miðjumaðurinn er ekki í stóru hlutverki á Old Trafford sem stendur og gæti farið í janúar.
Bayern vill bæta við sig leikmanni á miðjuna eftir að hafa missta af Joao Palhinha á ögurstundu í janúar, en sá hefur nú endursamið við Fulham.
Þýska félagið horfir því til hins 26 ára gamla McTominay.
McTominay á tæp tvö ár eftir af samningi sínum við United en það er ljóst að Bayern gæti heillað.