Chris Wilder gæti óvænt verið að snúa aftur í ensku úrvalsdeildina til að taka við sínu fyrrum félagi, Sheffield United.
Enskir miðlar greina frá en Paul Heckingbottom, stjóri Sheffield, ku vera valtur í sessi eftir slæma byrjun.
Sheffield var nálægt því að vinna frábæran 1-0 sigur á Tottenham í gær en tapaði að lokum 2-1 eftir mörk í uppbótartíma.
Wilder þekkir vel til Sheffield og hefur áður komið liðinu í efstu deild og gerði magnaða hluti til að byrja með.
Wilder var rekinn árið 2021 en hefur síðan þá stoppað stutt hjá bæði Middlesbrough og Watford.