fbpx
Föstudagur 04.júlí 2025
433Sport

Antony birtir skilaboð af samskiptum við Lana – „Viltu að ég verði nakin upp í rúmi?“

Hörður Snævar Jónsson
Mánudaginn 11. september 2023 13:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Antony kantmaður Manchester United hefur birt skilaboð á milli sín og Ingrid Lana sem er ein af þeim konum sem sakar hann um ofbeldi.

Antony segir að skilaboðin sanni að þau hafi bara einu sinni hist og það hafi ekkert vandamál verið þar á milli.

Fyrrum unnusta Antony sakar hann um hrottalegt ofbeldi og Lana heldur því fram að hún hafi einnig mátt þola ofbeldi frá Antony.

Vegna þessara mála er Antony komin í frí frá æfingum Manchester United en hann harðneitar sök.

„Hann reyndi að stunda kynlíf með mér en ég vildi það ekki, hann ýtti mér upp við vegg og ég skall með hausinn í vegginn,“ segir Lana.

Antony segir þetta ekki vera rétt. „Ég vil þetta ekki en ég mun sýna ykkur skilaboð á milli mín og Ingrid, við hittumst bara einu sinni og það voru náin kynni með samþykki,“ segir Antony.

„Þetta mál vegna þessara fölsku áskanna verður leyst í dómsal.“

Í einum skilaboðunum sendir Lana á Antony: „Viltu að ég verði nakin upp í rúmi.“

Í öðrum skilaboðum er Antony pirraður á því að hún hafi tekið skjáskot af samskiptum þeirra og biður hana að eyða þeim.

Antony segir svo. „Ég var að tala við Ingrid þegar hún var í Portúgal, hún vildi koma til Manchester og spurði hvort hún hætti að vera í hvítum eða rauðum undirfötum,“ segir Antony.

„Ég keypti flugmiða og hótel fyrir hana, ég hitti hana á hótelinu þar sem við áttum nána stund.  Hún vildi ólm hitta mig aftur en ég gat það ekki og hún fór heim til Brasilíu. Ég hef ekki hitt hana síðan.“

„Þetta sannast allt í skilaboðunum okkar á milli,“ segir knattspyrnumaðurinn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Höfðu komið upp reglulega öryggisgallar í bílnum sem Jota og bróðir hans voru á

Höfðu komið upp reglulega öryggisgallar í bílnum sem Jota og bróðir hans voru á
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Jörundur Áki fór yfir sviðið á liðshóteli Íslands – Hlustaðu á þáttinn hér

Jörundur Áki fór yfir sviðið á liðshóteli Íslands – Hlustaðu á þáttinn hér
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Íslendingar taka upp venjur heimamanna – Hægt að fara afar nýstárlega leið á næsta leik landsliðsins

Íslendingar taka upp venjur heimamanna – Hægt að fara afar nýstárlega leið á næsta leik landsliðsins
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Þorsteinn sammála dómnum umtalaða

Þorsteinn sammála dómnum umtalaða
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Útför Diogo Jota hefst í dag og lýkur á morgun

Útför Diogo Jota hefst í dag og lýkur á morgun
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Breska ríkissjónvarpið setur stórt spurningamerki við að velja Ísland

Breska ríkissjónvarpið setur stórt spurningamerki við að velja Ísland
433Sport
Í gær

Vinsælasti leikur í sögu keppninnar

Vinsælasti leikur í sögu keppninnar
433Sport
Í gær

Enn einn markmaðurinn orðaður við Chelsea

Enn einn markmaðurinn orðaður við Chelsea