fbpx
Þriðjudagur 15.júlí 2025
433Sport

Alli opnar sig upp á gátt eftir afar erfiða tíma – „Kominn tími til að segja fólki hvað er í gangi… ég hef falið þetta í langan tíma“

Helgi Fannar Sigurðsson
Fimmtudaginn 13. júlí 2023 09:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Knattspyrnumaðurinn Dele Alli mætti í viðtal við Gary Neville og opnaði sig um afar erfiða tíma undanfarið. Kappinn varð til að mynda háður svefnpillum eftir vonbrigðar dvöl í Tyrklandi.

Hinn 27 ára gamli Alli þótti eitt sinn einn efnilegasti leikmaður heims. Ferill hans hefur hins vegar farið niður á við undanfarin ár. Hann yfirgaf Tottenham fyrir Everton í janúar 2022 en ekkert gekk upp þar. Hann var svo lánaður til Besiktas í Tyrklandi fyrir síðustu leiktíð.

Þar gekk hins vegar lítið upp hjá Alli heldur og í apríl sneri hann aftur til Englands vegna meiðsla.

Eftir það tók við skelfilegur tími í lífi Alli þar sem hann varð háður svefnpillum og drakk mikið.

„Það er kominn tími til að segja fólki hvað hefur verið í gangi. Það er erfitt að ræða þetta því ég hef falið þetta í langan tíma,“ segir Alli.

„Ég er hræddur við að tala um þetta. Þegar ég kom aftur frá Tyrklandi og hafði komist að því að ég þyrfti að fara í aðgerð var ég á afar slæmum stað andlega. Ég ákvað að fara inn á endurhæfingarstöð sem sérhæfir sig í fíkn og áföllum.

Ég fór þangað í sex vikur. Everton studdi mig mikið og ég verð þakklátur þeim að eilífu. Ég hefði ekki getað beðið um betri stuðning eftir að hafa tekið erfiðustu ákvörðun lífs míns. Ég var að gera eitthvað sem ég var mjög hræddur við en ég er svo glaður að hafa gert það.“

Allir segir hins vegar lengi hafa glímt við andlega erfiðleika. Hann var til að mynda næstum hættur í knattspyrnu 24 ára gamall.

„Ég vaknaði einn morguninn og þurfti að fara á æfingu. Ég horfði í spegilinn og spurði sjálfan mig hvort ég gæti hætt núna. Hætt 24 ára gamall að gera það sem ég elska. Það braut í mér hjartað. 

Neville segir viðtalið það erfiðasta sem hann hefur tekið en jafnframt það sem hefur veitt honum mestan innblástur.

Horfðu á viðtalið í heild hér að neðan

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Var aðeins búin að fá sér þegar hann opnaði sig um helgina – „Veistu hvað ég elska meira?“

Var aðeins búin að fá sér þegar hann opnaði sig um helgina – „Veistu hvað ég elska meira?“
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Barcelona staðfestir kaup á sænska landsliðsmanninum

Barcelona staðfestir kaup á sænska landsliðsmanninum
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

United skoðar markvörð – Onana verður lengi frá vegna meiðsla

United skoðar markvörð – Onana verður lengi frá vegna meiðsla
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Liverpool skellir verðmiða nú þegar West Ham sýnir áhuga

Liverpool skellir verðmiða nú þegar West Ham sýnir áhuga
433Sport
Í gær

Nýr El Hadji Diouf á leið í úrvalsdeildina

Nýr El Hadji Diouf á leið í úrvalsdeildina
433Sport
Í gær

Bale telur sig vita hver mun vinna Ballon d’Or

Bale telur sig vita hver mun vinna Ballon d’Or
433Sport
Í gær

Brast í grát þegar hann sá son sinn í nýju treyjunni – Sjáðu fallegt myndband

Brast í grát þegar hann sá son sinn í nýju treyjunni – Sjáðu fallegt myndband
433Sport
Í gær

Besta deildin: FH niðurlægði KA

Besta deildin: FH niðurlægði KA