fbpx
Laugardagur 08.nóvember 2025
433Sport

Ten Hag með góðar fréttir fyrir stuðningsmenn – ,,Býst við að þetta verði að veruleika“

Victor Pálsson
Sunnudaginn 28. maí 2023 13:00

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Erik ten Hag, stjóri Manchester United, er viss um að Marcus Rashford muni krota undir nýjan samning við félagið.

Rashford verður samningslaus eftir næsta tímabil en hann er einn allra mikilvægasti leikmaður Rauðu Djöflanna.

Rashford er 25 ára gamall og er uppalinn hjá Man Utd og hefur allan sinn feril leikið með félaginu.

Ten Hag býst ekki við að Rashford sé að kveðja í sumar og að það verði krotað undir framlengingu á næstunni.

,,Ég býst við að Marcus Rashford muni skrifa undir nýjan samning. Hann vill þetta,“ sagði Ten Hag.

,,Manchester United vill þetta líka, þetta er strákur sem er uppalinn hjá félaginu svo ég býst við að þetta verði að veruleika.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Valur fær styrktarþjálfara frá Fram – Hefur starfað fyrir stór félög

Valur fær styrktarþjálfara frá Fram – Hefur starfað fyrir stór félög
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Mætti á sína fyrstu æfingu í tíu mánuði

Mætti á sína fyrstu æfingu í tíu mánuði
433Sport
Í gær

Arne Slot biður um meiri þolinmæði – Isak byrjar að æfa aftur í dag

Arne Slot biður um meiri þolinmæði – Isak byrjar að æfa aftur í dag
433Sport
Í gær

Í þriggja ára bann frá leikjum eftir hómófóbísk orð um leikmenn Chelsea og Diogo Dalot

Í þriggja ára bann frá leikjum eftir hómófóbísk orð um leikmenn Chelsea og Diogo Dalot