fbpx
Föstudagur 09.janúar 2026
433Sport

Emil Hallfreðsson sagður vilja koma heim og enda ferilinn í Kaplakrika

Hörður Snævar Jónsson
Föstudaginn 26. maí 2023 12:16

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Emil Hallfreðsson, fyrrum landsliðsmaður í knattspyrnu er sagður vilja snúa heim og enda ferilinn sinn hjá FH. Dr. Football fjallaði um málið.

Emil á magnaðan 18 ára feril að baki í atvinnumennsku en hann fór frá FH til Tottenham árið 2005. FH er hans uppeldisfélag.

Hann hefur síðan þá lengst af spilað á Ítalíu og lengi vel lék hann í Seriu A.

„Hann fer í FH eða hann sleppir þessu. Hann er ekki að fara að kreista eitthvað úr Val eða eitthvað, hann er klár í að taka eitt tímabil,“ sagði Hjörvar Hafliðason í dag.

Emil fagnar 39 ára afmæli sínu í sumar en hann lék 73 landsleiki á ferli sínum með Íslandi og var með liðinu á EM 2016 og HM 2018.

„Hann er laus í næsta glugga, ég veit ekki hvar þetta stendur gagnvart FH. Hann er klár og FH eru klárir en það er ekkert almennilegt að gerast þarna.“

FH situr í fimmta sæti Bestu deildarinnar en Heimir Guðjónsson var leikmaður FH þegar Emil lék síðast með liðinu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Solskjær fái alvöru bónus ef hann kemur United í Meistaradeildina

Solskjær fái alvöru bónus ef hann kemur United í Meistaradeildina
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Slá á sögusagnirnar – Falsfrétt sem fór á flug á samfélagsmiðlum

Slá á sögusagnirnar – Falsfrétt sem fór á flug á samfélagsmiðlum
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Velta fyrir sér hvort ungstirni Arsenal fari annað í þessum mánuði

Velta fyrir sér hvort ungstirni Arsenal fari annað í þessum mánuði
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Solskjær í jarðarför Hareide í dag – Gæti tekið við United á morgun

Solskjær í jarðarför Hareide í dag – Gæti tekið við United á morgun
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Amorim strax í áhugavert stjórastarf?

Amorim strax í áhugavert stjórastarf?
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Arnar Gunnlaugs hótaði að labba út í beinni eftir orðræðu Alberts – Sjáðu hvað gerðist

Arnar Gunnlaugs hótaði að labba út í beinni eftir orðræðu Alberts – Sjáðu hvað gerðist