Það voru margir undrandi á því að Kjartan Henry Finnbogason hafi ekki fengið rautt spjald í leik FH gegn Víkingi R. í Bestu deild karla í gær.
Leiknum lauk með 2-0 sigri Víkings en umræðan eftir hann hefur öll snúist um Kjartan.
Í fyrri hálfleik gaf Kjartan Nikolaj Hansen, leikmanni Víkings, olnbogaskot svo hann lá blóðugur eftir. Sparkaði hann einnig í átt að andliti Birnis Snæs Ingasonar.
Voru sérfræðingar Stöðvar 2 Sports til að mynda sammála um það að Kjartan hefði átt að fá að fjúka út af í fyrri hálfleik.
Mikil umræða skapaðist þá á Twitter, þar sem flestir voru á sama máli.
Umræðuna má sjá hér að neðan.
Kjartan Henry er bara að klára þennan fyrri hálfleik án þess að vera kominn með svo mikið sem gult. Pétur Guðmundsson í gríninu. #fotboltinet
— Elvar Geir Magnússon (@elvargeir) May 14, 2023
Afhverju getur aganefnd KSÍ ekki tekið fyrir tilraun Kjartan Henry og sett hann í bann?
— Bjarni Ólafur Eiríks (@BjarniOlafur) May 14, 2023
Ég hef lengi fylgst með íþróttum og þá helst boltagreinunum hand, fót og körfubolta og hef ég sjaldan vitað um jafn dirty og óheiðarlegan leikmann og Kjartan Henry.
Hann er leikmaður sem ætti að gefa skotleyfi á inn á vellinum😎— fusi (@fusi69) May 14, 2023
Þetta er lágmark 3 leikir per atriði á Kjartan Henry, mætti vera meira þessvegna, þvílíki andskotans pappakassinn… hefði farið illa ef hann hefði hitt Birni í andlitið!
Synd að láta þennan sótsvarta blett á leik hans skyggja á hversu góður hann er í fótbolta.
— Baldvin Borgars (@Baddi11) May 14, 2023
Kjartan Henrý í kvöld 👇🏻 pic.twitter.com/y0LaSCOClD
— Hákon Breki (@Hakonbrekihard) May 14, 2023
Heimir að tala um grófa Víkinga með ofbeldismanninn Kjartan Henry í hóp.
— Ísleifur Örn Garðars (@lodmund1989) May 14, 2023
Að Kjartan Henry sé ekki kominn með spjald í fyrri hálfleik er rannsóknarefni fyrir lögregluna. Fulltrúi hennar er á staðnum og er jafn aðgerðalaus og umferðakeila á miðri hraðbraut.
— Þorsteinn Arnórss (@kallinn81) May 14, 2023
Þerra eru þrjú rauð á Kjartan Henry. Þessi dómari á aldrei að fá að dæma aftur.
— Björn Friðgeir Björnsson (@bjornfr) May 14, 2023
Kjartan Henry í fyrri hálfleik gegn FH:
Hrinti dómaranum
Sparkaði í átt að Birni þegar hann datt (Birnir heppinn)
Gefur Niko klárt olnbogaskot og blóðgar hann— Stefán Bjarki🇬🇭 (@StefanBjarki6) May 14, 2023
Er íslenskur fótbolti ekki kominn með nóg af Kjartani Henry. Hann er bara inná vellinum til að reyna að slasa fólk
— Einar Guðnason (@EinarGudna) May 14, 2023