fbpx
Fimmtudagur 15.maí 2025
433Sport

Fresturinn til að bjóða í United að renna út á ný – Sheik Jassim undirbýr stórt tilboð

Helgi Fannar Sigurðsson
Föstudaginn 28. apríl 2023 12:00

Sheik Jassim.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Katarinn Sheikh Jassim gefst ekki upp á að reyna að eignast Manchester United og er hann nú sagður undirbúa nýtt tilboð fyrir kvöldið.

Glazer-fjölskyldan er með United á sölu en aðeins fyrir gott verð. Í kvöld klukkan 21 að íslenskum tíma rennur fresturinn til að bjóða í félagið út. Þetta er þó í þriðja sinn sem slíkur frestur er gefinn.

Sheik Jassim og Sir Jim Ratcliffe hafa hvað helst verið nefndir í tengslum við kaupa á United en tilboð þeirra hafa ekki verið samþykkt hingað til.

Samkvæmt Mirror ætlar Sheikh Jassim nú að bjóða 4,5 milljarða punda í United. Ratcliffe er aðeins sagður til í að borga 4 milljarða punda.

Það er þó ekki víst að tilboðið verði samþykkt þar sem talað hefur verið um að Glazer-fjölskyldan vilji 6 milljarða punda fyrir United.

Munurinn á tilboðum Sheikh Jassim og Ratcliffe er sá að fyrrnefndi aðilinn vill eignast United að fullu en ef tilboð Ratcliffe verður samþykkt munu Joel og Avram Glazer áfram eiga 20 prósent hlut í félaginu. Ratcliffe yrði þá stærsti hluthafinn með 50% en hin 30% færu til annarra fjárfesta.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Arsenal opinberar nýja búninga og viðbrögðin standa ekki á sér – Myndir

Arsenal opinberar nýja búninga og viðbrögðin standa ekki á sér – Myndir
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Ekkert kemur í veg fyrir að hann endi hjá Liverpool

Ekkert kemur í veg fyrir að hann endi hjá Liverpool
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Mikil gleðitíðindi fyrir Arsenal

Mikil gleðitíðindi fyrir Arsenal
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Flytur frá Manchester til Norwich

Flytur frá Manchester til Norwich
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Fundaði einnig með Liverpool

Fundaði einnig með Liverpool
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Yfirgaf ólétta eiginkonu fyrir tvítuga konu – „Mig langar til þess að æla“

Yfirgaf ólétta eiginkonu fyrir tvítuga konu – „Mig langar til þess að æla“
433Sport
Í gær

Byrjað að selja miða á landsleikina í næsta mánuði

Byrjað að selja miða á landsleikina í næsta mánuði
433Sport
Í gær

Þrír miðverðir United mættu ekki á æfingu í dag

Þrír miðverðir United mættu ekki á æfingu í dag