fbpx
Miðvikudagur 09.júlí 2025
433Sport

Chelsea búið að ræða við Pochettino – Eitt af fimm nöfnum á blaði

Helgi Fannar Sigurðsson
Föstudaginn 21. apríl 2023 10:00

Mauricio Pochettino. GettyImages

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Chelsea hefur rætt við Mauricio Pochettino um að gerast hugsanlega næsti stjóri liðsins. Sky Sports segir frá.

Graham Potter var nýlega rekinn úr stjórastólnum og stýrir Frank Lampard Chelsea nú til bráðabirgða. Verður það fram á sumar.

Þá ætlar Todd Boehly, eigandi Chelsea, að finna stjóra til frambúðar.

Búið er að ræða við Pochettino, sem síðast stýrði Paris Saint-Germain en var látinn fara síðasta sumar. Þar áður var hann á mála hjá Tottenham og Southampton. Hann þekkir því vel til enska boltans.

Argentínumaðurinn er nú að skoða möguleika sína áður en hann tekur ákvörðun. Talið er að hann hafi hafnað tilboðum fjölda félaga í Evrópu á undanförnum mánuðum.

Samkvæmt Sky Sports er Pochettino eitt af fimm nöfnum sem eru á blaði æðstu manna á Stamford Bridge sem stendur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Allt sagt í hnút – Arsenal gæti labbað frá Gyokeres kaupunum

Allt sagt í hnút – Arsenal gæti labbað frá Gyokeres kaupunum
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Rashford mætti á æfingasvæði United en fær ekki að vera nálægt liðinu

Rashford mætti á æfingasvæði United en fær ekki að vera nálægt liðinu
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Segir að Maignan hafi tekið ákvörðun sjálfur

Segir að Maignan hafi tekið ákvörðun sjálfur
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Blikar töpuðu fyrri leiknum í Albaníu

Blikar töpuðu fyrri leiknum í Albaníu
433Sport
Í gær

Newcastle opnar samtalið við enska framherjann

Newcastle opnar samtalið við enska framherjann
433Sport
Í gær

Mbeumo að verða pirraður og Brentford er einnig farið að pirra sig

Mbeumo að verða pirraður og Brentford er einnig farið að pirra sig
433Sport
Í gær

Gagnrýna Reykjavíkurborg harðlega fyrir lítil samskipti – Ætla að reisa skólaþorp á bílastæðinu

Gagnrýna Reykjavíkurborg harðlega fyrir lítil samskipti – Ætla að reisa skólaþorp á bílastæðinu
433Sport
Í gær

Sagði Þorsteinn sjálfum sér upp í beinni útsendingu?

Sagði Þorsteinn sjálfum sér upp í beinni útsendingu?