fbpx
Miðvikudagur 09.júlí 2025
433Sport

Urðað yfir stórstjörnurnar vegna myndbands sem er í dreifingu – Sakaðir um að hundsa unga stúlku sem var að upplifa drauminn

Helgi Fannar Sigurðsson
Þriðjudaginn 18. apríl 2023 07:26

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Leikmenn Arsenal fá það nú óþvegið á samfélagsmiðlum eftir að myndband birtist af þeim árita treyju ungrar stelpu.

Stúlkan unga er stuðningsmaður Arsenal og fékk þann heiður að leiða leikmenn inn á völlinn gegn West Ham um helgina. Því fylgir að fá að hitta leikmenn og þess háttar.

Hún stóð með treyju og fékk áritun frá öllum leikmönnum fyrir leik. Það sem vekur þó athygli að fáir sem enginn af þeim virðist gefa henni nokkurn gaum.

Leikmennirnir hafa verið harðlega gagnrýndir fyrir þetta af mörgum.

Þekkt nöfn blönduðu sér meira að segja í umræðuna. Þar á meðal var sjónvarpsmaðurinn Nick Knowles.

„Ég legg til að Arsenal fái stelpuna og fjölskyldu hennar aftur á völlinn svo leikmenn geti fengið annað tækifæri á að vera almennilegar manneskjur. Það þyrftu vissulega að þjálfa þá í því en kannski myndu þeir þá læra það,“ skrifaði hann harðorður.

Aðrir tóku upp hanskann fyrir leikmenn Arsenal. Einhverjir bentu á að þegar þú fáir að leiða inn á völlinn hittir þú leikmenn einnig í fleiri skipti í kringum leikinn og því gætu þeir hafa talað við hana þar.

Dæmi hver fyrir sig. Myndband af þessu er hér að neðan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Staðfesta kaup á íslenska landsliðsmanninum – Kristian gerir fjögurra ára samning

Staðfesta kaup á íslenska landsliðsmanninum – Kristian gerir fjögurra ára samning
433Sport
Í gær

Sandra um muninn: „Eitt af því sem einkennir okkur“

Sandra um muninn: „Eitt af því sem einkennir okkur“
433Sport
Í gær

Furða sig á nafnavenjum Íslendinga

Furða sig á nafnavenjum Íslendinga
433Sport
Í gær

Szczesny gerir tveggja ára samning

Szczesny gerir tveggja ára samning