fbpx
Miðvikudagur 30.apríl 2025
433Sport

Vanda tjáir sig um fréttirnar af Gylfa – Nýr þjálfari má velja hann

Helgi Fannar Sigurðsson
Föstudaginn 14. apríl 2023 15:36

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eins og flestir vita eftir daginn í dag er Gylfi Þór Sigurðsson laus allra mála. Vanda Sigurgeirsdóttir, formaður KSÍ, tjáði sig um málið við 433.is í dag, en samkvæmt reglum er ekkert því til fyrirstöðu að hann verði valinn í landsliðið á ný.

Gylfi var þann 16. júlí árið 2021 handtekinn á heimili sínu í Manchester, var honum gefið að sök að hafa brotið gegn ólögráða einstaklingi.

Eftir rúma 600 daga í farbanni frá Bretlandi er Gylfi frjáls ferða sinna og málið látið niður falla, taldi saksóknari engar líkur á sakfellingu í málinu.

„Ég hef ekki náð að kynna mér þetta almennilega í dag. Ég hef verið á hlaupum og í þessu þjálfaramáli, sem ég er glöð að hafi leyst á farsælan hátt. Ég vil í raun ekki segja meira um það fyrr en ég er búin að kynna mér þetta betur,“ sagði Vanda nú fyrir skömmu.

Gylfi hefur ekki spilað fótbolta í hart nær tvö ár og því ekki sjálfgefið að hann snúi aftur á völlinn. Vilji hann hins vegar snúa aftur í landsliðið og vilji nýr landsliðsþjálfari, Age Hareide, velja hann er því ekkert til fyrirstöðu.

„Reglur KSÍ kveða á um það að ef ekkert mál er í gangi þá má landsliðsþjálfarinn velja hann. Þannig er staðan með Gylfa.

Það er ekkert mál í gangi. Kjósi landsliðsþjálfarinn að velja hann þá má það.“

video
play-sharp-fill
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Mourinho vill versla frá Liverpool í sumar

Mourinho vill versla frá Liverpool í sumar
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Var talinn á leið til Manchester en gæti nú endað í Liverpool

Var talinn á leið til Manchester en gæti nú endað í Liverpool
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Eiður Smári þekkir staðinn vel og botnar ekkert í ákvörðun hans

Eiður Smári þekkir staðinn vel og botnar ekkert í ákvörðun hans
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Myndir af máltíð sem var til sölu vekja óhug meðal netverja – „Þetta er nánast á lífi“

Myndir af máltíð sem var til sölu vekja óhug meðal netverja – „Þetta er nánast á lífi“
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Stórtíðindi úr Vesturbænum

Stórtíðindi úr Vesturbænum
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Saliba efstur á óskalista Real Madrid í sumar – Skoða líka tvo miðjumenn sem spila á Englandi

Saliba efstur á óskalista Real Madrid í sumar – Skoða líka tvo miðjumenn sem spila á Englandi
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

FH staðfestir komu Dags Fjeldsted frá Breiðablik – Hafa forkaupsrétt í lok tímabils

FH staðfestir komu Dags Fjeldsted frá Breiðablik – Hafa forkaupsrétt í lok tímabils
433Sport
Í gær

Það sem Nunez gerði við Salah um helgina vekur mikla athygli – Sjáðu myndbandið

Það sem Nunez gerði við Salah um helgina vekur mikla athygli – Sjáðu myndbandið
433Sport
Í gær

Heitar umræður um stöðu Gylfa Þórs í gærkvöldi – „Það er búið að vera rosalega mikið í gangi, hvaða áhrif hefur þetta?“

Heitar umræður um stöðu Gylfa Þórs í gærkvöldi – „Það er búið að vera rosalega mikið í gangi, hvaða áhrif hefur þetta?“
Hide picture