fbpx
Fimmtudagur 18.desember 2025
433Sport

Þessir gætu tekið við íslenska landsliðinu eftir risatíðindi dagsins

Helgi Fannar Sigurðsson
Fimmtudaginn 30. mars 2023 16:56

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Arnar Þór Viðarsson var látinn fara sem þjálfari íslenska karlalandsliðsins fyrr í dag. 433.is tók saman sex nöfn sem gætu verið á blaði KSÍ hvað varðar hugsanlegan arftaka hans.

Íslenska landsliðið vann á dögunum sinn stærsta sigur í sögunni, 7-0 gegn Liechtenstein. Nokkrum dögum áður hafði liðið tapað 3-0 gegn Bosníu-Hersegóvínu. Þar var frammistaðan ekki upp á marga fiska en þó vantaði tvo lykilmenn.

Um fyrstu tvo leikina í undankeppni EM 2024 var að ræða. Nýr landsliðsþjálfari mun því stýra Strákunum okkar í síðustu átta leikjum keppninnar. Í júní mætir Ísland Slóvakíu og Portúgal.

Hér að neðan má sjá lista yfir þá sem gætu tekið við.

Arnar Gunnlaugsson
Einn allra fremsti þjálfari sem við Íslendingar eigum og því getur ekki annað verið en að hann sé á blaði. Arnar hefur náð frábærum árangri með Víking R. en það er ljóst að uppleggið með íslenska landsliðið þyrfti að vera nokkuð frábrugið því sem hann er vanur þar.

Arnar Bergmann Gunnlaugsson, þjálfari Víkings Reykjavíkur Torg/Ernir

Arnar Grétarsson
Er nýtekinn við Val og ekki víst að hann yfirgefi það verkefni strax. Hann er hins vegar stórkostlegur þjálfari þegar kemur að varnarleik, eitthvað sem íslenska landsliðið virðist þurfa á að halda.

Freyr Alexandersson 
Freyr hefur sannað sig. Hann þekkir landsliðsumhverfið hér heima út og inn eftir að hafa verið aðstoðarþjálfari karlalandsliðsins. Freyr er með stórt starf en hann er þjálfari Lyngby í dönsku úrvalsdeildinni.

Lars Lagerback 
Það þarf ekki að útskýra þetta frekar. Lars náði besta árangri í Íslandssögunni. Hann er á lausu og gæti Vanda tekið upp tólið.

Rúnar Kristinsson
Hefur lengi verið einn fremsti þjálfarinn hér heima og gæti verið kominn tími á að hann fái kallið frá landsliðinu.

Rúnar Kristinsson.

Åge Fridtjof Hareide
Margreyndur þjálfari sem myndi eflaust henta Íslandi vel. Hefur margra ára reynslu úr landsliðsbolta, þar sem hann stýrði norska og danska landsliðinu. Er sem stendur bráðabirgðaþjálfari hjá Malmö.

Getty
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Solskjær vildi kaupa þessa þrjá til United – Fékk í staðin þessa leikmenn

Solskjær vildi kaupa þessa þrjá til United – Fékk í staðin þessa leikmenn
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Dramatík þegar Newcastle náði sér í miða í undanúrslitin

Dramatík þegar Newcastle náði sér í miða í undanúrslitin
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Albert sagður ósáttur og vilja burt – Eitt stórlið sagt skoða málið

Albert sagður ósáttur og vilja burt – Eitt stórlið sagt skoða málið
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Rekinn úr vinnu á sama tíma og hundurinn hans hvarf

Rekinn úr vinnu á sama tíma og hundurinn hans hvarf
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Fer líklega til Bandaríkjanna en ekki í faðm Messi og Beckham

Fer líklega til Bandaríkjanna en ekki í faðm Messi og Beckham
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Forsætisráðherra til í að fara með Abramovich fyrir dómstóla

Forsætisráðherra til í að fara með Abramovich fyrir dómstóla
433Sport
Í gær

Valtýr hellir sér yfir mann sem kom til Íslands á dögunum – „Það á bara að snúa honum við og senda hann úr landi“

Valtýr hellir sér yfir mann sem kom til Íslands á dögunum – „Það á bara að snúa honum við og senda hann úr landi“
433Sport
Í gær

Fer frítt frá Liverpool

Fer frítt frá Liverpool