fbpx
Fimmtudagur 18.september 2025
433Sport

Þetta er það sem stuðningsmenn Manchester United velta fyrir sér eftir gærdaginn – Gamalt myndband grafið upp

Helgi Fannar Sigurðsson
Miðvikudaginn 29. mars 2023 09:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Scott McTominay átti frábæran landsleikjaglugga fyrir Skotland. Hann skoraði fjögur mörk í tveimur leikjum í sigrum á Kýpur og Spáni.

Miðjumaðurinn skoraði tvö mörk gegn Kýpverjum á laugardag og aftur tvö gegn Spánverjum í gær.

Hefur þetta orðið til þess að myndband af McTominay leika sem framherji fyrir unglingalið Manchester United hefur brotist fram á sjónarsviðið.

Skotinn lék á þeim tíma sem fremsti maður og var númer níu. Hann leikur aftarleaga á miðjunni fyrir United í dag.

„Við áttum okkar Evan Ferguson en breyttum honum í miðjumann,“ skrifar einn stuðningsmaður United á samfélagsmiðla.

„Ef við vinnum Sevilla með 2-3 mörkum eigum við að prófa hann sem fremsta mann og sjá hvað hann gerir,“ skrifar annar.

Sá þriðji segir: „Hann yrði betri en Weghorst.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Væri til í hliðarraunveruleika til að ræða við Óskar Hrafn um Óskar Hrafn – „Þegar þeir verða litlir þá verð ég lítill í mér“

Væri til í hliðarraunveruleika til að ræða við Óskar Hrafn um Óskar Hrafn – „Þegar þeir verða litlir þá verð ég lítill í mér“
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Ten Hag hafnaði nýju starfi – Hefði kostað hann mikla peninga

Ten Hag hafnaði nýju starfi – Hefði kostað hann mikla peninga