fbpx
Fimmtudagur 20.nóvember 2025
433Sport

Sjáðu ótrúlegt atvik: Sænski landsliðsþjálfarinn hellti úr skálum reiði sinnar yfir sérfræðinga í setti – Rauk svo úr viðtalinu

Aron Guðmundsson
Þriðjudaginn 28. mars 2023 07:14

Janne svaraði Bojan af fullum krafti / Mynd: Skjáskot

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Talið er að dagar Janne Andersson sem landsliðsþjálfari sænska karlalandsliðsins í knattspyrnu séu senn taldir eftir að hann missti stjórn á skapi sínu í beinni útsendingu eftir 5-0 sigur í gær og endaði á því að rjúka úr viðtali.

Svíþjóð vann sannfærandi 5-0 sigur á Azerbaíjan í undankeppni EM 2024 í gærkvöldi en eftir leik var sigurvíman fljót að renna af téðum Janne.

Bojan Djordjic, fyrrum leikmaður Manchester United, ásamt öðrum sérfræðingum Viaplay, fékk Janne til sín í sett eftir umræddan landsleik og vildi Bojan fá svör við spurningum tengdum vali Janne á fyrirliða liðsins sem og litlum spilatíma Jesper karlsson.

Það var þá sem allt sauð upp úr líkt og sjá má hér fyrir neðan:

,,Þú ert bara að tala einhverja vitleysu eftir að við vorum að vinna leik 5-0,“ svaraði Janne eftir nokkur orðaskipti við Bojan. ,,Takk fyrir í dag, sé ykkur seinna,“ sagði Janne síðan og labbaði úr viðtalinu.

Í viðtali við annan fjölmiðil eftir þessa skrýtnu uppákomu segist Janne hafa þurft að grípa til varna.

,,Þarna var umsjónarmaður og þrír sérfræðingar, í svoleiðis stöðu þarf ég að verja mig. Þetta eru erfiðar aðstæður, ég er manneskja með tilfinnningar. Ég varð pirraður þarna,“ sagði Janne.

Mynband af uppákomunni má sjá hér fyrir neðan:

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Hótar Tottenham málsókn fyrir að nota lag sem hann samdi – Þeir neita að ræða málið

Hótar Tottenham málsókn fyrir að nota lag sem hann samdi – Þeir neita að ræða málið
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Vinna í því að framlengja samning tyrknesku stjörnunnar – Stórlið á Englandi sögð áhugasöm

Vinna í því að framlengja samning tyrknesku stjörnunnar – Stórlið á Englandi sögð áhugasöm
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Telur að Mainoo eigi að fara til Arsenal

Telur að Mainoo eigi að fara til Arsenal
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Þessi þrjú félög eru líklegust til að hreppa Semenyo

Þessi þrjú félög eru líklegust til að hreppa Semenyo
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Liðsfélagi Ísaks Bergmann til Manchester?

Liðsfélagi Ísaks Bergmann til Manchester?
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Leikmaður danska landsliðsins fór mikinn – „Ömurlegt og fokking fáránlegt“

Leikmaður danska landsliðsins fór mikinn – „Ömurlegt og fokking fáránlegt“
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Líf fáklædda Íslandsvinarins tekið afar óvænta stefnu undanfarið og margir eru hissa

Líf fáklædda Íslandsvinarins tekið afar óvænta stefnu undanfarið og margir eru hissa
433Sport
Í gær

Ótrúleg dramatík í Skotlandi – Sjáðu öll glæsimörkin

Ótrúleg dramatík í Skotlandi – Sjáðu öll glæsimörkin
433Sport
Í gær

Skelfilegt mál skekur Ítalíu: Varð fyrir slysaskoti í hefndaraðgerð vegna kynlífsmyndbands – Ólögráða sonur glæpaforingja tók í gikkinn

Skelfilegt mál skekur Ítalíu: Varð fyrir slysaskoti í hefndaraðgerð vegna kynlífsmyndbands – Ólögráða sonur glæpaforingja tók í gikkinn