fbpx
Þriðjudagur 16.desember 2025
433Sport

Manchester United mætir Hollywood liði Wrexham í sumar – Fyrsti leikur Wrexham í Bandaríkjunum

Aron Guðmundsson
Mánudaginn 27. mars 2023 20:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Enska úrvalsdeildarfélagið Manchester United mun mæta velska liðinu Wrexham, sem er í eigu Hollywood leikaranna Ryan Reynolds og Rob McElhenney, í æfingaleik í Bandaríkjunum í sumar. Frá þessu er greint í yfirlýsingu á heimasíðu Wrexham.

Wrexham er án efa eitt heitasta lið Bretlandseyja um þessar mundir þrátt fyrir að leika í ensku utandeildinni. Um er að ræða sögufrægt lið sem var árið 2020 keypt af Ryan Reynolds og Rob McElhenney. Fjölmargir hafa fylgst með ævintýri Wrexham undanfarið í Disney+ þáttaröðinni Welcome to Wrexham.

Nú er svo komið að Wrexham er í góðum möguleika á að koma sér upp í ensku deildarkeppnina á nýjan leik með því að enda í einu af efstu sætum utandeildarinnar. Komist liðið upp úr utandeildinni mun þeirra bíða sæti í ensku D-deildinni.

Þann 25. júlí næstkomandi mun Wrexham taka á móti stjörnuprýddu liði Manchester Untied á Snapdragon leikvanginum í San Diego. Um er að ræða fyrsta leik Wrexham í Bandaríkjunum.

Ljóst er að Manchester United mun tefla fram ungum leikmönnum í viðureign liðanna, einhverjir þeirra munu koma úr akademíu félagsins.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Eigandi Chelsea tengdur miðabraski – Hækka verðið um tæp 5 þúsund prósent

Eigandi Chelsea tengdur miðabraski – Hækka verðið um tæp 5 þúsund prósent
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Forráðamenn United segja Bruno Fernandes segja ósatt

Forráðamenn United segja Bruno Fernandes segja ósatt
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Fabrizio Romano með tíðindi af framtíð Alberts – Segir líklegt að eitthvað stórt geti gerst í janúar

Fabrizio Romano með tíðindi af framtíð Alberts – Segir líklegt að eitthvað stórt geti gerst í janúar
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Seðlabankastjórinn leggur skóna á hilluna

Seðlabankastjórinn leggur skóna á hilluna
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

United sagt skoða sölu í janúar til að fjármagna kaup

United sagt skoða sölu í janúar til að fjármagna kaup
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Sagðir skoða það að reka Frank og ráða fyrrum miðjumann Barcelona

Sagðir skoða það að reka Frank og ráða fyrrum miðjumann Barcelona