fbpx
Þriðjudagur 26.ágúst 2025
433Sport

Svona er líklegt að Arnar Þór stilli upp í dag – Fyrirliðinn mætir á svæðið

Helgi Fannar Sigurðsson
Sunnudaginn 26. mars 2023 09:15

Aron Einar Gunnarsson / GettyImages

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Helgi Fannar Sigurðsson skrifar frá Liechtenstein

Það er komið að leikdegi í Liechtenstein, þar sem íslenska karlalandsliðið mætir heimamönnum í öðrum leik sínum í undankeppni Evrópumótsins 2024.

Illa fór í fyrsta leik keppninnar gegn Bosníu-Hersegóvínu. 3-0 tap varð niðurstaðan og frammistaða Strákanna okkar allt annað en sannfærandi.

Það má búast við allt öðruvísi leik í dag. Liechtenstein er með lakari landsliðum heims og allt annað en þægilegur sigur íslenska liðsins í dag yrðu vonbrigði.

Arnór Ingvi Traustason í leiknum gegn Bosníu. Honum gæti verið skipt út fyrir leik dagsins. Getty

Það er ansi líklegt að einhverjar breytingar verði á byrjunarliðinu. Það má búast við því að landsliðsfyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson komi inn í liðið, en hann var í banni gegn Bosníu.

Hann hefur verið að spila í miðverði undanfarið og kemur hann líklega þangað inn fyrir Daníel Leó Grétarsson.

Guðlaugur Victor Pálsson var í hægri bakverði gegn Bosníu en gæti færst um stöðu í dag.

Líklegt byrjunarlið Íslands
Rúnar Alex Rúnarsson

Alfons Sampsted
Aron Einar Gunnarsson
Hörður Björgvin Magnússon
Davíð Kristján Ólafsson

Guðlaugur Victor Pálsson
Jóhann Berg Guðmundsson
Hákon Arnar Haraldsson

Arnór Sigurðsson
Jón Dagur Þorsteinsson
Alfreð Finnbogason

Leikur Liechtenstein og Íslands hefst klukkan 16 í dag að íslenskum tíma.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Everton staðfestir kaup á Dibling – Kostar slatta og gerir fjögurra ára samning

Everton staðfestir kaup á Dibling – Kostar slatta og gerir fjögurra ára samning
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

City ekki komið langt í viðræðum um Donnarumma – Vilja ekki missa Ederson

City ekki komið langt í viðræðum um Donnarumma – Vilja ekki missa Ederson
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Úlfarnir höfnuðu stóru tilboði í dag

Úlfarnir höfnuðu stóru tilboði í dag
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Fer líklega ekki frá United af þessari ástæðu

Fer líklega ekki frá United af þessari ástæðu
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Miðasala hafin á stórleikinn

Miðasala hafin á stórleikinn
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Áframhaldandi fíaskó í Hafnarfirði: Andstæðingurinn hjólar í KSÍ sem útskýrir sína hlið – Mega búast við þungum refsingum

Áframhaldandi fíaskó í Hafnarfirði: Andstæðingurinn hjólar í KSÍ sem útskýrir sína hlið – Mega búast við þungum refsingum