fbpx
Fimmtudagur 11.desember 2025
433Sport

Jóhann Berg segir svekkelsið mikið eftir tapið í Bosníu – „Þetta maraþon er bara rétt að byrja“

Aron Guðmundsson
Fimmtudaginn 23. mars 2023 22:32

Jóhann Berg. Mynd KSÍ

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jóhann Berg Guðmundsson var fyrirliði íslenska landsliðsins í kvöld er liðið laut í lægra haldi gegn Bosníu, 3-0 á útivelli í fyrsta leik liðanna í undankeppni EM. Hann segir varnarleik liðsins í heild sinni hafa orðið því að falli, þétta hefði þurft liðið betur.

„Þetta er auðvitað bara svekkjandi,“ sagði Jóhann í viðtali við Viaplay eftir leik. „Við vildum byrja þessa keppni betur en við gerðum og gáfum á okkur þrjú hálf léleg mörk. Sem lið vorum við ekki nægilega góðir varnarlega og þess vegna skora þeir þessi þrjú mörk. Þeir eru ekki að fá einhver dauðafæri en klára þau færi sem þeir fá ágætlega.“

Hvað var það sem hefði mátt gera betur?

„Við vorum bara aðeins of opnir, við hefðum þurft að þétta liðið betur. Við gerðum það ekki og þeir voru með þessa tvo framherja sem gerðu ágætlega. Við hefðum þurft að þétta liðið töluvert betur.

Hvernig var stemningin í klefanum eftir leik?

„Auðvitað er stemningin ekki góð en við leggjum þennan leik til hliðar. Þetta er ekki úrslitaleikurinn í þessari keppni, auðvitað vildum við koma og byrja betur en við eigum þá eftir í heimaleiknum og þá viljum við auðvitað ná fram hefndum það er klárt. Þetta maraþon er bara rétt að byrja.“

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Garðar furðar sig á því að KSÍ hafi rekið þennan starfsmann í skjóli nætur – „Að mínu mati er verið að byrja á röngum enda“

Garðar furðar sig á því að KSÍ hafi rekið þennan starfsmann í skjóli nætur – „Að mínu mati er verið að byrja á röngum enda“
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Valur fær Kristófer Dag frá Fjölni – „Hann er einbeittur í að bæta sig“

Valur fær Kristófer Dag frá Fjölni – „Hann er einbeittur í að bæta sig“
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Senda kvörtun til FIFA – Vilja ekki taka þátt í leik á HM sem á að styðja við samkynhneigða

Senda kvörtun til FIFA – Vilja ekki taka þátt í leik á HM sem á að styðja við samkynhneigða
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Van Dijk vill ekki segja frá því hvað hann ræddi við Salah

Van Dijk vill ekki segja frá því hvað hann ræddi við Salah
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Fanndís leggur skóna á hilluna eftir magnaðan feril – „Takk fyrir mig“

Fanndís leggur skóna á hilluna eftir magnaðan feril – „Takk fyrir mig“
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Lögregla rannsakar árás sem geysivinsæll áhrifavaldur varð fyrir – Þrír verið handteknir og borgarstjórinn sendi kveðju

Lögregla rannsakar árás sem geysivinsæll áhrifavaldur varð fyrir – Þrír verið handteknir og borgarstjórinn sendi kveðju
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Stjarna Liverpool tekin af lífi eftir gærkvöldið – Segja hann þann versta í sögu félagsins

Stjarna Liverpool tekin af lífi eftir gærkvöldið – Segja hann þann versta í sögu félagsins
433Sport
Í gær

Skóli tilkynnir andlát 19 ára nemanda – Samfélagið harmi slegið

Skóli tilkynnir andlát 19 ára nemanda – Samfélagið harmi slegið