fbpx
Fimmtudagur 18.september 2025
433Sport

Harmleikur er 32 ára þriggja barna faðir fannst látinn – Vakti heimsathygli árið 2019

433
Fimmtudaginn 16. mars 2023 21:30

Paul Mitchell vakti athygli árið 2019 / GettyImages

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Paul Mitchell, 32 ára gamall þriggja barna faðir fannst látinn í íbúðarhúsnæði í Birmingham í vikunni. Greint er frá andláti Paul í breskum miðlum í dag.

Þessi stuðningsmaður Birmingham City komst í fréttirnar árið 2019 er hann réðist á knattspyrnumanninn Jack Grealish, sem var þá á mála hjá Aston Villa, í nágrannaslag liðsins gegn Birmingham City á St. Andews leikvanginum.

Paul hljóp inn á völlinn og hjólaði í Grealish og átti atvikið eftir að hljóta heimsathygli. Í kjölfarið var Paul handsamaður og dæmdur í 14 vikna fangelsi.

Hann sat inni í fjórar vikur og var þá sleppt í ljósi góðrar hegðunar.

Ekki er dánarorsök Paul gefin upp í fréttum breskra miðla í dag en í samtali við The Sun tjáir frænka hans, Lucy Mitchell, sig um andlát hans.

„Paul elskaði og dáði börnin sín þrjú og var alltaf með bros á vör sama hvað gekk á. Hann var með hlýtt hjartalag og verður sárlega saknað af mörgum. Hann var afar vinsæll maður, þetta verður ekki eins án hans.“

Paul hlaut aftur dóm í september á síðasta ári er hann hljóp inn á völlinn til þess að fagna marki í leik Birmingham City og West Bromwich Albion.

Hér fyrir neðan má sjá atvikið þegar að Paul hjólaði í Grealish í leik Aston Villa og Birmingham City árið 2019:

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

KR ræður John Andrews til starfa – Gert frábæra hluti hér á landi

KR ræður John Andrews til starfa – Gert frábæra hluti hér á landi
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Njarðvík leiðir eftir fyrri leikinn – Diouck skoraði og sá rautt

Njarðvík leiðir eftir fyrri leikinn – Diouck skoraði og sá rautt
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Sterkt jafntefli í Lettlandi hjá ungum Akureyringum

Sterkt jafntefli í Lettlandi hjá ungum Akureyringum
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Gústi Gylfa hættir með Leikni eftir að hafa bjargað liðinu frá falli

Gústi Gylfa hættir með Leikni eftir að hafa bjargað liðinu frá falli
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Mætti í réttarsal í morgun og neitar því að hafa nauðgað konum fimm sinnum

Mætti í réttarsal í morgun og neitar því að hafa nauðgað konum fimm sinnum
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Svona ætti staðan að vera í Bestu deildinni miðað við tölfræði – Stjarnan væri þá í fallbaráttu en KR og Afturelding í góðum málum

Svona ætti staðan að vera í Bestu deildinni miðað við tölfræði – Stjarnan væri þá í fallbaráttu en KR og Afturelding í góðum málum
433Sport
Í gær

Yfirmaður hjá PSG útskýr af hverju félagið henti Donnarumma út

Yfirmaður hjá PSG útskýr af hverju félagið henti Donnarumma út
433Sport
Í gær

Væri til í hliðarraunveruleika til að ræða við Óskar Hrafn um Óskar Hrafn – „Þegar þeir verða litlir þá verð ég lítill í mér“

Væri til í hliðarraunveruleika til að ræða við Óskar Hrafn um Óskar Hrafn – „Þegar þeir verða litlir þá verð ég lítill í mér“