fbpx
Mánudagur 20.mars 2023
433Sport

Arnar Þór útskýrir hvað fór á milli hans og Alberts í símtalinu umtalaða

Helgi Sigurðsson
Fimmtudaginn 16. mars 2023 13:48

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Arnar Þór Viðarsson, þjálfari íslenska karlalandsliðsins, segir að Albert Guðmundsson hafi ekki verið til í að koma inn í  landsliðshópinn eftir að honum var tjáð að hann yrði ekki í byrjunarliði í komandi landsleik gegn Bosníu og Hersegóvínu.

Íslenska karlalandsliðið mætir Bosníu og Liechtenstein síðar í mánuðinum í undankeppni EM 2024. Eins og frægt er orðið var Albert ekki í hópnum sem Arnar tilkynnti í gær.

„Ég hringdi í Albert og bauð honum að koma til baka. Eins og ég hef alltaf sagt er hurðin alltaf opin,“ segir Arnar í samtali við 433.is í dag.

Meira:
Móðir Alberts tjáir sig eftir ákvörðun gærdagsins – „Forsenda liðsins eða forsenda nýs líf“

„Í þessari undankeppni eins og alltaf eru leikir sem öskra á hæfileika Alberts. En það eru líka leikir sem kalla á annars konar hæfileika og önnur leikplön. Ég get ekki, sem þjálfari, valið leikmann í hóp hjá mér sem er ekki tilbúinn til að byrja á bekknum í ákveðnum leikjum og taka því hlutverki sem við teljum að sé best fyrir liðið.“

Arnar segir samtalið milli sín og Alberts hafa verið gott en leikmaðurinn sætti sig ekki við það hlutverk sem honum var ætlað.

„Það er ekkert illt á milli mín og Alberts. En þegar ég tjáði honum að hann myndi byrja á bekknum á móti Bosníu lét hann mig vita að hann væri ekki tilbúinn í það.

Þetta snýst ekkert um mig. Þetta snýst um íslenska landsliðið. Hurðin er alltaf opin. Albert er með símanúmerið mitt. Undanfarna mánuði er ég búinn að fá mörg símtöl frá leikmönnum sem hafa sýnt áhuga á að vera í íslenska landsliðinu. Ég held að það sé ekkert skemmtilegra en að spila fyrir eigin þjóð,“ segir Arnar Þór Viðarsson.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Allt annað en sáttur þrátt fyrir sigur Manchester United og hefur áhyggjur – ,,Ótrú­legt að horfa upp á þetta“

Allt annað en sáttur þrátt fyrir sigur Manchester United og hefur áhyggjur – ,,Ótrú­legt að horfa upp á þetta“
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Greina frá vendingum meðal leikmanna Tottenham sem eru í sjokki – Virðist útséð með framhaldið

Greina frá vendingum meðal leikmanna Tottenham sem eru í sjokki – Virðist útséð með framhaldið
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Haaland setti fyrsta heimsmetið aðeins fimm ára gamall – Ótrúlegt undrabarn

Haaland setti fyrsta heimsmetið aðeins fimm ára gamall – Ótrúlegt undrabarn
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Ancelotti með létt skot á eigin leikmann – Segir hann ekki fallegan í útliti

Ancelotti með létt skot á eigin leikmann – Segir hann ekki fallegan í útliti
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Enski bikarinn: Tvö rauð er Fulham tapaði á Old Trafford

Enski bikarinn: Tvö rauð er Fulham tapaði á Old Trafford
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Arnar tekur ekki upp tólið og bjallar á heimsfræga vini – „Smá sorglegt“

Arnar tekur ekki upp tólið og bjallar á heimsfræga vini – „Smá sorglegt“
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Tölurnar „ótrúlegar“ miðað við alla seðlana sem komu inn – „Fá þessa 200 milljóna króna gjöf sem er einstakt dæmi“

Tölurnar „ótrúlegar“ miðað við alla seðlana sem komu inn – „Fá þessa 200 milljóna króna gjöf sem er einstakt dæmi“