fbpx
Fimmtudagur 01.janúar 2026
433Sport

Strangt ferli sem metur líkur á sakfellingu í máli Gylfa – Sérstakt teymi sagt hafa rannsakað málið

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 8. febrúar 2023 12:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Enskir miðlar fjalla í dag um málefni Gylfa Þórs Sigurðssonar og þá staðreynd að rannsókn sé lokið af lögreglu. Fréttablaðið sagði frá á sunnudag.

Rannsókn lögreglu á meintum brotum Gylfa gegn ólögráða einstaklingi hefur staðið yfir frá því í júlí árið 2021. Gylfi var á þeim tíma leikmaður Everton en var settur til hliðar vegna málsins, samningur hans við félagið rann svo út síðasta sumar.

Málið er nú komið á borð sakskóknara sem tekur það til skoðunar, þar verður tekin ákvörðun um hvort ákært verði í málinu eða það látið falla niður.

Ensku blöðin Mirror og The Sun fjalla um málið og segja frá því að nú verði það skoðað ítarlega af saksóknara, farið er í gegnum strangt ferli þar sem metið er hvort það sé líklegt til sakfellingar. Þurfa að vera miklar líkur á sakfellingu svo ákært verði í málinu.

Gylfi hefur verið í farbanni frá Englandi frá því að málið kom upp en hefur gengið laus gegn tryggingu. Hefur hann haft búsetu í London en fjölskylda hans á Íslandi.

Meira:
Rann­sókn lokið á máli Gylfa: Á­kæru­valdið skoðar gögnin en segir hann sakaðan um í­trekuð brot

„Meintum brotum hefur verið lýst sem „mjög alvarlegum“ en rannsókninni var stýrt af teymi lögreglunnar í Manchester sem kölluð er til þegar stóratvik koma upp,“ segir í frétt The Sun. Gylfi er ekki nefndur á nafn í Bretlandi af lagalegum ástæðum.

Gylfi hefur samkvæmt fréttum ytra alltaf neitað sök í málinu og faðir hans Sigurður Aðalsteinsson sagði við Vísir.is að ef Gylfi hefði gerst brotlegur væri lönguð búið að ákæra hann.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Í gær

Hágrét þegar hann heyrði af andláti vinar síns í bílnum – ,,Hann varaði mig við þessum manni“

Hágrét þegar hann heyrði af andláti vinar síns í bílnum – ,,Hann varaði mig við þessum manni“
433Sport
Í gær

Arteta íhugar að styrkja hópinn vegna meiðsla

Arteta íhugar að styrkja hópinn vegna meiðsla
433Sport
Fyrir 2 dögum

Söðlar um innan Lundúna fyrir sex milljarða

Söðlar um innan Lundúna fyrir sex milljarða
433Sport
Fyrir 2 dögum

Arnar segir frá því sem sló hann þegar hann skoðaði gullaldarliðið á dögunum – „Ég held að það sé bara nauðsynlegt“

Arnar segir frá því sem sló hann þegar hann skoðaði gullaldarliðið á dögunum – „Ég held að það sé bara nauðsynlegt“
433Sport
Fyrir 2 dögum

Spilar síðasta leikinn í kvöld og klárar svo skiptin – Eru þegar með arftaka í sigtinu

Spilar síðasta leikinn í kvöld og klárar svo skiptin – Eru þegar með arftaka í sigtinu
433Sport
Fyrir 2 dögum

Arteta hvetur menn til að nýta hörmungarnar í upphafi mánaðar í kvöld

Arteta hvetur menn til að nýta hörmungarnar í upphafi mánaðar í kvöld