fbpx
Þriðjudagur 21.október 2025
433Sport

Goðsögnin lætur Neuer fá það óþvegið eftir nýjasta athæfi hans

Helgi Fannar Sigurðsson
Mánudaginn 6. febrúar 2023 11:32

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þýska knattspyrnugoðsögnin Lothar Matthaus er allt annað en sáttur með markvörð og fyrirliða Bayern Munchen, Manuel Neuer, í kjölfar viðtals sem sá síðarnefndi fór í á dögunum.

Neuer fór í viðtal á dögunuym þar sem hann lét Bayern heyra það í kjölfar þess að félagið lét markvarðaþjálfarann Toni Tapalovic fara. Hann hafði gegnt stöðunni síðan 2011.

Tapalovic og Neuer eru miklir vinir og var sá fyrrnefndi til að mynda svaramaður í brúðkaupi markvarðarins.

Talið er að Julian Naglesman, stjóri Bayern, hafi viljað losna við Tapalovic þar sem upplýsingar væru stöðugt að leka úr búningsklefanum.

Í viðtalinu fór Neuer mikinn og sagði meðal annars að honum finndist eins og „hjarta hans hafi verið rifið út.“

Matthaus er goðsögn hjá Bayern og telur að Neuer eigi ekki að vera fyrirliði liðsins áfram. Þetta er í annað skiptið á skömmum tíma sem Neuer kemur sér í fréttirnar utan vallar. Hann fótbrotnaði á skíðum í vetur og verður frá út leiktíðina.

„Hann skíðaði af gáleysi og fer nú í viðtal án leyfis þar sem hann ræðst á klúbbinn,“ segir Matthaus.

„Það sem pirraði mig mikið er ýktu orðin sem hann notaði. Hjarta hans var rifið út. Eftir því sem ég best veit dó enginn, ekkert barn er alvarlega veikt. Það var starfsmaður látinn fara sem var náinn honum.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Vekja athygli á góðri tölfræði Amorim

Vekja athygli á góðri tölfræði Amorim
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Örlög KR og Vestra ráðast í talsverðu frosti og snjókomu

Örlög KR og Vestra ráðast í talsverðu frosti og snjókomu
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Klopp tjáir sig um harmleikinn í kringum Diogo Jota í sumar – „Ég sat þarna án þess að segja orð“

Klopp tjáir sig um harmleikinn í kringum Diogo Jota í sumar – „Ég sat þarna án þess að segja orð“
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Uppljóstrar því hvaða veikleika Amorim vildi keyra á hjá Liverpool

Uppljóstrar því hvaða veikleika Amorim vildi keyra á hjá Liverpool
433Sport
Í gær

Flosi formaður tjáir sig um brottreksturinn – „Gengið og stemningin undanfarið ekki verið með þeim hætti sem Breiðablik vill standa fyrir“

Flosi formaður tjáir sig um brottreksturinn – „Gengið og stemningin undanfarið ekki verið með þeim hætti sem Breiðablik vill standa fyrir“
433Sport
Í gær

Breiðablik staðfestir brotthvarf Halldórs – Ólafur Ingi tekur við

Breiðablik staðfestir brotthvarf Halldórs – Ólafur Ingi tekur við