fbpx
Fimmtudagur 21.ágúst 2025
433Sport

Birkir Bjarna lætur vita að hann sé óhultur – Tæplega 700 látnir á svæðinu þar sem hann býr í Tyrklandi

Hörður Snævar Jónsson
Mánudaginn 6. febrúar 2023 09:50

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Leikjahæsti landsliðsmaður í sögu Íslands, Birkir Bjarnason er búsettur á svæðinu í Tyrklandi þar sem gríðarlega stór jarðskjálfti reið yfir. Hann er óhultur en mikið mannfall er á svæðinu

Birkir leikur með Adana Demirspor sem er í borginni Adana í Tyrklandi.

Jarðskjálfti upp á 7,8 reið yfir Tyrkland og Sýrland í nótt. Hann átti upptök sín nærri milljónaborginni Gaziantep í samnefndu héraði að sögn bandarísku jarðfræðistofnunarinnar USGS.

Skjálftinn átti upptök sín á 17,9 km dýpi. Skömmu eftir að hann reið yfir fylgdi eftirskjálfti upp á 6,7. Nú þegar hefur verið staðfest að tæplega 700 eru látnir og gæti sú talað hækkað.

Birkir hefur á Facebook síðu sinni látið vini og ættingja vita að hann sé óhultur en Birkir hefur verið búsettur í Tyrkland í 18 mánuði.

Anton Brink

Birkir er 34 ára gamall en hann er búséttur í Tyrklandi ásamt unnustu sinni. Hann hefur leikið 113 landsleiki fyrir Ísland og átt afar farsælan feril sem atvinnumaður.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Dóri Árna: „Segja þér ekki neitt annað en að þetta er bara gott fótboltalið“

Dóri Árna: „Segja þér ekki neitt annað en að þetta er bara gott fótboltalið“
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Grátbiður félag sitt um að samþykkja tilboðið

Grátbiður félag sitt um að samþykkja tilboðið
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Tíðinda að vænta af Gylfa Þór? – Endurkoma sögð koma til greina

Tíðinda að vænta af Gylfa Þór? – Endurkoma sögð koma til greina
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Ofurtölvan stokkar spilin eftir fyrstu umferð – Þungt högg í maga Liverpool og United aftur í Evrópu

Ofurtölvan stokkar spilin eftir fyrstu umferð – Þungt högg í maga Liverpool og United aftur í Evrópu
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Við það að snúa aftur eftir mikil vonbrigði

Við það að snúa aftur eftir mikil vonbrigði
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Skrifar undir nýjan samning við Arsenal

Skrifar undir nýjan samning við Arsenal