fbpx
Mánudagur 27.október 2025
433Sport

Ástríðufullur stuðningsmaður Arsenal leiðir rannsóknina gegn City

Hörður Snævar Jónsson
Mánudaginn 6. febrúar 2023 19:30

Murray Rosen stuðningsmaður Arsenal og lögmaður.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lögmaðurinn sem leiðir rannsóknina á Manchester City er harður stuðningsmaður Arsenal. Þetta kemur fram í grein Daily Star.

Enska úrvalsdeildin hefur ákært Manchester City í yfir 100 liðum og sakar félagið um að brjóta reglur um fjármál félaga.

Rannsókn hefur staðið yfir í fjögur ár en ákærurnar voru birtar í dag. Í yfirlýsingu segir að meint brot hafi átt sér stað frá 2009 til ársins 2018.

„Félagið er grunað um að hafa ekki skilað af sér réttum upplýsingum þegar kemur að tekjum, tengdum aðilum og kostnaði,“ segir í yfirlýsingu deildarinnar.

Getty

Á þessum tíma varð City meðal annars enskur meistari í þrígang. Möguleiki er á því að félaginu verði refsað með því að stig verði tekin af því.

Lögmaðurinn, Murray Rosen KC, fer fyrir hinni óháðu nefnd sem rannsakað hefur málið en hann er ástríðufllur stuðningsmaður Arsenal.

Arsenal er á toppi ensku úrvalsdeildarinnar með fimm stiga forskot á Manchester City.

„Mögulegar refsingar ef félagið verður dæmt fyrir þessi brot, eru háar sektir, félagaskiptabann, takmörkuð eyðsla, stig tekin af þeim eða titlar teknir af þeim. City mun enn á ný fá sér færa lögfræðinga,“ segir Nick Harris blaðamaður sem hefur fylgst náið með máli City.

City er sakað um að hafa farið frjálslega með sannleikann þegar kemur að styrkarsamningum og samningum við leikmenn.

Árið 2020 dæmdi UEFA enska félagið í bann frá Meistaradeildinni fyrir brot á sömu reglum, þeim dómi var áfrýjað og látinn niður falla.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Slot viðurkennir að hann finni ekki svarið – Lið vita nú um veikleika þeirra

Slot viðurkennir að hann finni ekki svarið – Lið vita nú um veikleika þeirra
433Sport
Í gær

Veltu fyrir sér næstu skrefum Halldórs – „Ég held að það sé augljós kostur“

Veltu fyrir sér næstu skrefum Halldórs – „Ég held að það sé augljós kostur“
433Sport
Í gær

Biður hann um að hlusta ekki á allt og einbeita sér að því að spila betur

Biður hann um að hlusta ekki á allt og einbeita sér að því að spila betur
433Sport
Í gær

Var fyrir tíu árum sem Arteta taldi að þetta myndi skipta miklu máli – Arsenal bestir á Englandi í þessu í dag

Var fyrir tíu árum sem Arteta taldi að þetta myndi skipta miklu máli – Arsenal bestir á Englandi í þessu í dag
433Sport
Í gær

Bruno ræðir rosalega tilboðið frá Sádí Arabíu opinskátt – Ræddi við konu sína sem spurði að þessu

Bruno ræðir rosalega tilboðið frá Sádí Arabíu opinskátt – Ræddi við konu sína sem spurði að þessu
433Sport
Í gær

Fréttamenn RÚV furða sig á fjaðrafokinu í vikunni – „Sorglegt og lélegt, þetta á ekkert að gerast“

Fréttamenn RÚV furða sig á fjaðrafokinu í vikunni – „Sorglegt og lélegt, þetta á ekkert að gerast“