fbpx
Mánudagur 29.desember 2025
433Sport

Sjáðu myndbrotið: Það runnu tvær grímur á Benedikt þegar Dóri Gylfa vildi glíma í beinni

433
Laugardaginn 4. febrúar 2023 07:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það var rífandi stemning í Íþróttavikunni með Benna Bó á föstudaginn þegar Halldór Gylfason, leikari, og Jóhann Alfreð, uppistandari og dómari í Gettu Betur, fengu sér sæti.

Halldór er mikill stuðningsmaður íslenska landsliðsins í handbolta og styður Þrótt. Hann hefur keppt í mörgum íþróttum á sinni líflseið og hefði viljað kynnast íslenskri glímu aðeins fyrr. „Ég keppti í handbolta og fótbolta og varð Reykjavíkurmeistari í handbolta. Við vorum með fínan hóp í Þrótti. Svo keppti ég í hestaíþróttum líka þegar ég var unglingur. Ég keppti í bridge einhvern tímann. Lærði það þegar ég var krakki og keppti í sveitakeppni á grunnskólamóti. Það er skemmtileg íþrótt. Ég hef líka keppt í sundi á héraðsmóti.“

Jóhann Alfreð á ekki svo margar hetjusögur. Hann mætti á nokkrar æfingar í Val en fann sig betur upp í stúku . „Ég fékk þó hrós á fótboltaæfingu fyrir ágæta sendingargetu. Það var minn sterkasti hlekkur í leiknum.“

Halldór lék í Bræðrarbyltu sem fjallar um tvo samkynhneigða glímumenn, Denna og Einar, sem búa í afskekktri sveit og eiga í leynilegu ástarsambandi. „Ég fór á glímuæfingar þegar við vorum að undirbúa hana. Það var frábært. Það er íþrótt sem ég hefði viljað kynnast fyrr. Þetta er svo tignarleg og falleg íþrótt.“

Benedikt er fæddur og uppalinn í Mývatnssveit þar sem glíman er í hávegum höfð en margir Íslandsmeistarar hafa komið þaðan, eins og Pétur Eyþórsson sem varð Íslandsmeistari sjö sinnum. „Nú. Eigum við þá að taka eina bröndótta hér á gólfinu,“ spurði Halldór en Benedikt tók ekki vel í þá beiðni.

Jóhann benti þá á að hann hafi reglulega horft þegar keppt var um Grettisbeltið, Freyjumenið og Íslandsmótið í glímu forðum daga. „Maður beið alltaf spenntur eftir Íslandsmótinu í glímu.“

Halldór skoraði þá á Hringbraut að taka upp Íslandsmótið í stúdíóinu. „Hér var Bridds þáttur um daginn. Af hverju er ekki Íslandsmótið í glímu ekki hér á Hringbraut? Það er glímugólf hérna. Maður sér þetta svo lítið.“

video
play-sharp-fill
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Gefur sterklega í skyn að hann sé opinn fyrir því að kveðja á nýju ári

Gefur sterklega í skyn að hann sé opinn fyrir því að kveðja á nýju ári
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Haaland bað liðsfélaga um að framkvæma fagnið í gær

Haaland bað liðsfélaga um að framkvæma fagnið í gær
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Óvænt orðaður við United – Gæti verið möguleiki í janúar

Óvænt orðaður við United – Gæti verið möguleiki í janúar
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

England: Jafnt á Leikvangi Ljóssins

England: Jafnt á Leikvangi Ljóssins
433Sport
Í gær

Ekki búinn að missa klefann í Lundúnum

Ekki búinn að missa klefann í Lundúnum
433Sport
Í gær

Gerir lítið út hegðun Palmer – ,,Nei, nei, ekkert vesen“

Gerir lítið út hegðun Palmer – ,,Nei, nei, ekkert vesen“
433Sport
Í gær

Amorim viðurkennir að tveir lykilmenn gætu kvatt United á næsta ári

Amorim viðurkennir að tveir lykilmenn gætu kvatt United á næsta ári
433Sport
Í gær

Tvær goðsagnir neita að ræða málin um 20 árum seinna – ,,Hann gerði risastór mistök með þessum ummælum“

Tvær goðsagnir neita að ræða málin um 20 árum seinna – ,,Hann gerði risastór mistök með þessum ummælum“
Hide picture