fbpx
Laugardagur 08.nóvember 2025
433Sport

Guðlaugur Þór bauð mikilvægu fólki í mat en svo fattaði hann þetta – „Gulli, þú ert fábjáni“

433
Sunnudaginn 26. febrúar 2023 18:15

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis- orku og loftslagsráðherra, var gestur Íþróttavikunnar með Benna Bó ásamt Herði Snævari Jónssyni, íþróttastjóra Torgs og þar var farið yfir víðan völl í íþróttaheiminum.

Guðlaugur er einn þekktasti stuðningsmaður Liverpool á Íslandi og á sama tíma er dagskrá hans, sem ráðherra og alþingismaður ansi þétt. Hvernig tekst honum að sjá leiki Liverpool?

Í ljósi þessarar spurningar rifjaði Guðlaugur Þór upp eitt atvik fyrr í vikunni.

„Þetta einstaka atvik var þannig að ég hafði lengi ætlað mér að bjóða þingmönnum Reykjavíkurkjördæmanna og borgarfulltrúum heim til mín í mat, það reyndist erfitt að finna tíma en náði þó að festa hann.“

Guðlaugur fattaði hins vegar ekki að Liverpool ætti leik gegn Real Madrid í Meistaradeild Evrópu á sama tíma.

„Ég hugsaði bara með mér “Gulli, þú ert fábjáni.“ Ég gat ekki breytt þessu, gat ekki horft á leikinn á skjá á meðan á þessum hittingi stóð.“

Liverpool komst í stöðuna 2-0 snemma leiks.

„Þá hugsaði ég með mér Gulli, þú ert bara engan veginn í lagi‘.“

Real Madrid átti þó eftir að snúa taflinu við og vann að lokum 5-2 sigur.

„Eftir því sem leið á leikinn var nú betra að vera þarna í góðum félagsskap með þessu fólki.“

Nánari umræðu um Guðlaug Þór og Liverpool má sjá hér fyrir neðan:

video
play-sharp-fill
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Emi Martinez sviptur hlutverki sínu

Emi Martinez sviptur hlutverki sínu
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Valur fær styrktarþjálfara frá Fram – Hefur starfað fyrir stór félög

Valur fær styrktarþjálfara frá Fram – Hefur starfað fyrir stór félög
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Slot var ánægðari með tapleik en sigurleik – Útskýrir af hverju

Slot var ánægðari með tapleik en sigurleik – Útskýrir af hverju
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Mjög óvænt skref í lífinu: Dómari þegar fegursta kona í heimi verður kjörin – „Við elskum að sjá fallegar konur“

Mjög óvænt skref í lífinu: Dómari þegar fegursta kona í heimi verður kjörin – „Við elskum að sjá fallegar konur“
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Foden og Bellingham aftur mættir í enska landsliðshópinn – Sjáðu hópinn sem Tuchel valdi

Foden og Bellingham aftur mættir í enska landsliðshópinn – Sjáðu hópinn sem Tuchel valdi
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Amorim segir United á allt öðrum og betri stað frá síðasta leik við Tottenham

Amorim segir United á allt öðrum og betri stað frá síðasta leik við Tottenham
433Sport
Í gær

Guardiola fer í merkan klúbb með leiknum gegn Liverpool um helgina

Guardiola fer í merkan klúbb með leiknum gegn Liverpool um helgina
433Sport
Í gær

Roy Keane baunar á stuðningsmenn Liverpool og segir þeim að líta í spegil

Roy Keane baunar á stuðningsmenn Liverpool og segir þeim að líta í spegil
Hide picture