fbpx
Laugardagur 08.nóvember 2025
433Sport

„Ljósmynd af einhverjum vera að gefa þér fingurinn hefur hingað til ekki verið stungið ofan í skúffu“

433
Laugardaginn 25. febrúar 2023 21:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis- orku og loftslagsráðherra, var gestur Íþróttavikunnar með Benna Bó ásamt Herði Snævari Jónssyni, íþróttastjóra Torgs og þar var farið yfir víðan völl í íþróttaheiminum.

Í vikunni kom upp óánægja með fréttaflutning Fótbolta.net af atviki sem átti sér stað í leik Breiðabliks og Leikni Reykjavík í Lengjubikar karla í knattspyrnu.

Vefmiðillinn sakaði Gísla Eyjólfsson um að hafa hrópað ókvæðisorðum að ljósmyndara sínum og að um leið hafi hann sent henni óviðeigandi fingramerkingar.

Breiðablik hefur fordæmt fréttaflutning Fótbolta.net af málinu og segir Gísla ekki hafa verið með réttu ráði eftir að hafa þurft að yfirgefa völlinn vegna höfuðhöggs.

Benedikt Bóas, þáttastjórnandi Íþróttavikunnar spurði gesti sína hvort Fótbolti.net hafi ekki verið í fullum rétti á því að greina frá umræddu atviki.

„Það hefði ég nú haldið,“ svaraði Hörður Snævar. „Ljósmynd af einhverjum vera að gefa þér fingurinn hefur hingað til ekki verið stungið ofan í skúffu.

Blikarnir eru aðallega ósáttir með að ekki hafi komið skýrmerkilega fram í umræddri frétt að Gísli hafi þarna verið út úr heiminum vegna höfuðhöggs. Hann var fluttur með sjúkrabíl af vettvangi. Þetta er kjánalegt mál, fyrir Blika að standa í einhverju stríði út af svona.“

Nánari umræðu um þetta atvik má sjá hér:

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Real Madrid ekki tilbúið að ganga að launakröfunum – Liverpool og Bayern sitja við borðið

Real Madrid ekki tilbúið að ganga að launakröfunum – Liverpool og Bayern sitja við borðið
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Ivan Toney vill aftur til Englands í janúar – Hans gamli stjóri opnar dyrnar

Ivan Toney vill aftur til Englands í janúar – Hans gamli stjóri opnar dyrnar
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Arne Slot biður um meiri þolinmæði – Isak byrjar að æfa aftur í dag

Arne Slot biður um meiri þolinmæði – Isak byrjar að æfa aftur í dag
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Í þriggja ára bann frá leikjum eftir hómófóbísk orð um leikmenn Chelsea og Diogo Dalot

Í þriggja ára bann frá leikjum eftir hómófóbísk orð um leikmenn Chelsea og Diogo Dalot
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Vilja hætta að borga 6 milljónir á mánuði í hótel en geta það líklega ekki – Fær einnig einkakokk og fleira gott

Vilja hætta að borga 6 milljónir á mánuði í hótel en geta það líklega ekki – Fær einnig einkakokk og fleira gott
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Kíkt í bílskúrinn hjá Ronaldo: Flotinn kostar 3,7 milljarða en hann keyrir nánast aldrei sjálfur

Kíkt í bílskúrinn hjá Ronaldo: Flotinn kostar 3,7 milljarða en hann keyrir nánast aldrei sjálfur