fbpx
Laugardagur 25.október 2025
433Sport

„Ljósmynd af einhverjum vera að gefa þér fingurinn hefur hingað til ekki verið stungið ofan í skúffu“

433
Laugardaginn 25. febrúar 2023 21:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis- orku og loftslagsráðherra, var gestur Íþróttavikunnar með Benna Bó ásamt Herði Snævari Jónssyni, íþróttastjóra Torgs og þar var farið yfir víðan völl í íþróttaheiminum.

Í vikunni kom upp óánægja með fréttaflutning Fótbolta.net af atviki sem átti sér stað í leik Breiðabliks og Leikni Reykjavík í Lengjubikar karla í knattspyrnu.

Vefmiðillinn sakaði Gísla Eyjólfsson um að hafa hrópað ókvæðisorðum að ljósmyndara sínum og að um leið hafi hann sent henni óviðeigandi fingramerkingar.

Breiðablik hefur fordæmt fréttaflutning Fótbolta.net af málinu og segir Gísla ekki hafa verið með réttu ráði eftir að hafa þurft að yfirgefa völlinn vegna höfuðhöggs.

Benedikt Bóas, þáttastjórnandi Íþróttavikunnar spurði gesti sína hvort Fótbolti.net hafi ekki verið í fullum rétti á því að greina frá umræddu atviki.

„Það hefði ég nú haldið,“ svaraði Hörður Snævar. „Ljósmynd af einhverjum vera að gefa þér fingurinn hefur hingað til ekki verið stungið ofan í skúffu.

Blikarnir eru aðallega ósáttir með að ekki hafi komið skýrmerkilega fram í umræddri frétt að Gísli hafi þarna verið út úr heiminum vegna höfuðhöggs. Hann var fluttur með sjúkrabíl af vettvangi. Þetta er kjánalegt mál, fyrir Blika að standa í einhverju stríði út af svona.“

Nánari umræðu um þetta atvik má sjá hér:

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Vestri ekki skorað eða fengið stig með Sigurð á flautunni í sumar – KR sótt átta stig í sumar með hann sem dómara

Vestri ekki skorað eða fengið stig með Sigurð á flautunni í sumar – KR sótt átta stig í sumar með hann sem dómara
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Enginn óvissa lengur á Akranesi – Lárus Orri gerir nýjan samning

Enginn óvissa lengur á Akranesi – Lárus Orri gerir nýjan samning
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Arsenal tryggir að eitt mesta efni Englands verði áfram – Fjöldi stórliða buðu honum stórar fjárhæðir

Arsenal tryggir að eitt mesta efni Englands verði áfram – Fjöldi stórliða buðu honum stórar fjárhæðir
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Van Dijk boðaði alla leikmenn Liverpool á fund á mánudag – Ræddi alvarlega stöðu og samstöðuna sem þarf

Van Dijk boðaði alla leikmenn Liverpool á fund á mánudag – Ræddi alvarlega stöðu og samstöðuna sem þarf