fbpx
Laugardagur 08.nóvember 2025
433Sport

Mögnuð staðreynd um lygilegan félagaskiptaglugga Chelsea

Helgi Fannar Sigurðsson
Miðvikudaginn 1. febrúar 2023 11:00

Todd Boehly, eigandi Chelsea. (Mynd/Getty)

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Félög í ensku úrvalsdeildinni eyddu 815 milljónum punda í nýja leikmenn í félagaskiptaglugganum í janúar. Jafngildir það tæpum 142 milljörðum íslenska króna.

Til samanburðar er þetta þrisvar sinnum meiri eyðsla hjá enskum félögum en í janúar í fyrra.

Chelsea var fyrirferðarmest af félögum deildarinnar og eyddu 37 prósentum af þessum 815 milljónum punda. Eyddi félagið meira en félög í efstu deildum Spánar, Frakklands, Ítalíu og Þýskalands til samans.

Enzo Fernandez. Getty Images

Chelsea gerði Enzo Fernandez í gær að dýrasta leikmanni í sögu ensku úrvalsdeildarinnar. Hann var keyptur frá Benfica á tæpar 107 milljónir punda.

Þá keypti félagið Mykhailo Mudryk frá Shakhtar Donetsk á tæpar 90 milljónir punda. Leikmenn á borð við Joao Felix og Benoit Badiashile komu einnig í janúar, sá fyrrnefndi á láni.

Bournmouth, sem er í fallbaráttu ensku úrvalsdeildarinnar, eyddi næst mest allra félaga í deildinni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Valur fær styrktarþjálfara frá Fram – Hefur starfað fyrir stór félög

Valur fær styrktarþjálfara frá Fram – Hefur starfað fyrir stór félög
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Mætti á sína fyrstu æfingu í tíu mánuði

Mætti á sína fyrstu æfingu í tíu mánuði
433Sport
Í gær

Arne Slot biður um meiri þolinmæði – Isak byrjar að æfa aftur í dag

Arne Slot biður um meiri þolinmæði – Isak byrjar að æfa aftur í dag
433Sport
Í gær

Í þriggja ára bann frá leikjum eftir hómófóbísk orð um leikmenn Chelsea og Diogo Dalot

Í þriggja ára bann frá leikjum eftir hómófóbísk orð um leikmenn Chelsea og Diogo Dalot