fbpx
Laugardagur 13.desember 2025
433Sport

Mögnuð staðreynd um lygilegan félagaskiptaglugga Chelsea

Helgi Fannar Sigurðsson
Miðvikudaginn 1. febrúar 2023 11:00

Todd Boehly, eigandi Chelsea. (Mynd/Getty)

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Félög í ensku úrvalsdeildinni eyddu 815 milljónum punda í nýja leikmenn í félagaskiptaglugganum í janúar. Jafngildir það tæpum 142 milljörðum íslenska króna.

Til samanburðar er þetta þrisvar sinnum meiri eyðsla hjá enskum félögum en í janúar í fyrra.

Chelsea var fyrirferðarmest af félögum deildarinnar og eyddu 37 prósentum af þessum 815 milljónum punda. Eyddi félagið meira en félög í efstu deildum Spánar, Frakklands, Ítalíu og Þýskalands til samans.

Enzo Fernandez. Getty Images

Chelsea gerði Enzo Fernandez í gær að dýrasta leikmanni í sögu ensku úrvalsdeildarinnar. Hann var keyptur frá Benfica á tæpar 107 milljónir punda.

Þá keypti félagið Mykhailo Mudryk frá Shakhtar Donetsk á tæpar 90 milljónir punda. Leikmenn á borð við Joao Felix og Benoit Badiashile komu einnig í janúar, sá fyrrnefndi á láni.

Bournmouth, sem er í fallbaráttu ensku úrvalsdeildarinnar, eyddi næst mest allra félaga í deildinni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Salah snýr aftur
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum
Salah snýr aftur
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Mikill viðsnúningur í rekstri Manchester United á milli ára – Farnir að skila hagnaði eftir niðurskurð

Mikill viðsnúningur í rekstri Manchester United á milli ára – Farnir að skila hagnaði eftir niðurskurð
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Íþróttavikan: Stefán Pálsson fer um víðan völl

Íþróttavikan: Stefán Pálsson fer um víðan völl
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Róbert Wessmann æfur og afboðar komu sína í þáttinn eftir viðtal við Albert – „ Glataður þáttur“

Róbert Wessmann æfur og afboðar komu sína í þáttinn eftir viðtal við Albert – „ Glataður þáttur“
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Salah á leynifundi með fyrrum fyrirliða Liverpool – Líklegt að þetta hafi verið til umræðu

Salah á leynifundi með fyrrum fyrirliða Liverpool – Líklegt að þetta hafi verið til umræðu