fbpx
Laugardagur 02.mars 2024
433Sport

Klara staðfestir niðurlægingu Íslands og lýsir miklum vonbrigðum – Víðir tekur undir ummæli Þorsteins og hvetur fólk til að gúgla

Helgi Sigurðsson
Þriðjudaginn 5. desember 2023 12:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

KSÍ hef­ur óskað eft­ir því við UEFA að heima­leik­ur íslenska kvennalandsliðsins í um­spil­inu um sæti í A-deild undan­keppni EM 2025, sem fram á að fara í lok fe­brú­ar, verði leik­inn er­lend­is.

Þetta staðfestir Klara Bjart­marz, fram­kvæmda­stjóri KSÍ, í samtali við Morgunblaðið. Löglega má kvennalandsliðið spila á nokkrum gervigrasvöllum hér á landi í febrúar en þá þyrfti að spila snemma dags vegna reglna um flóðljós.

„Eins og við vitum nær dagsbirta á Íslandi ekki langt í febrúar og leikurinn gæti væntanlega ekki hafist síðar en klukkan 14.00 sem er ekki sérstaklega góður leiktími á virkum degi. Íslenskir vellir eru opnir fyrir veðri og vindum, og þó þeir séu með undirhita þá eru ekki eiginlegar snjóbræðslur undir þeim og kerfin hafa ekki undan ef um mikla snjókomu er að ræða,“ segir Klara við Morgunblaðið.

„En það verða alltaf geysileg vonbrigði að geta ekki spilað þennan leik á heimavelli við boðlegar aðstæður, með öllum þeim stuðningi sem heimaleik fylgir.“

Þorsteinn Halldórsson landsliðsþjálfari fór mikinn í viðtölum eftir sigur Íslands gegn Wales á dögunum þegar hann var spurður hvar leikirnir í febrúar ættu að fara fram. Gagnrýndi hann Ásmund Einar Daðason harðlega eins og frægt er orðið.

„Ég veit það ekki. Það væri gaman að spyrja íþróttamálaráðherra að því en nei, hann hefur aldrei séð fótboltalandsleik,“ sagði Þorsteinn við RÚV.

„Það væri áhugavert að hitta hann og spyrja hann um þessa hluti. Hann reyndar talar alltaf bara um þjóðarhöll og hefur aldrei minnst á þjóðarleikvang í neinni ræðu, hvar sem hann kemur. Hann hefur aldrei mætt á landsleik, þannig að ég veit ekki alveg hvernig við eigum að ná í hann.“

Ásmundur fagnaði gagnrýninni svo í samtali við Stöð 2.

„Svona hvatningu tökum við áfram en við erum hins vegar með þetta í þeim farvegi núna og erum að keyra það mjög fast pólitískt áfram að við ætlum að koma þjóðarhöll af stað. Þar erum við á síðustu metrunum að klára það milli ríkis og borgar. Í framhaldinu ætlum við að setja aðra þjóðarleikvanga, það er að segja knattspyrnuvöll og frjálsíþróttavöll, í sambærilega fasta pólitíska farveginn.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Viss um að Enrique sé ánægður með brottför Mbappe – ,,Hann er enginn aðdáandi“

Viss um að Enrique sé ánægður með brottför Mbappe – ,,Hann er enginn aðdáandi“
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Er að gera ótrúlegustu hluti 90 ára gamall: Sá elsti í Evrópu – ,,Þeir kalla mig Ninja“

Er að gera ótrúlegustu hluti 90 ára gamall: Sá elsti í Evrópu – ,,Þeir kalla mig Ninja“
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Rooney um mörkin stórkostlegu: ,,Hann skoraði betra mark en ég“

Rooney um mörkin stórkostlegu: ,,Hann skoraði betra mark en ég“
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Hágrét með eiginkonunni eftir þessi skilaboð frá lækninum – ,,Ákvað að þetta væri komið gott“

Hágrét með eiginkonunni eftir þessi skilaboð frá lækninum – ,,Ákvað að þetta væri komið gott“