fbpx
Sunnudagur 02.nóvember 2025
433Sport

Geir furðulostinn yfir ákvörðun Vöndu og hennar stjórnar – „Annað er uppgjöf“

Hörður Snævar Jónsson
Þriðjudaginn 5. desember 2023 20:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Stjórn KSÍ hefur ákveðið að fara fram á það að umspilsleikur kvennalandsliðsins í febrúar fari fram erlendis. Er þetta gert þrátt fyrir að fjöldi leikvanga hér á landi séu löglegir í leikinn.

UEFA gerir aðeins kröfu á „Category 4“ völl í þetta verkefni sem Þjóðadeild kvenna er, þrátt fyrir að Laugardalsvöllur sé óleikhæfur mætti spila á Hlíðarenda, Kópavogsvelli og á fleiri stöðum.

Mörgum þykir það furðulegt að sambandið fari í þá vegferð að fara með leikinn úr landi, þegar þess þarf ekki.

Þessi umræða hefur verið í loftinu og kom einnig upp í kringum mögulega karlalandsleiki, UEFA gerir hins vegar miklu meiri kröfur til vallarmála þar en í Þjóðadeild kvenna.

Geir Þorsteinsson, fyrrum formaður KSí botnar hvorki upp né niður í því að sambandið ætli með leikinn úr landi þegar þess þarf ekki. „Þetta er ótrúlegt, sjálfstætt knattspyrnusamband fulltrúi sjálfstæðrar þjóðar, hvers vegna að láta frá sér heimaleik sem Íslendingar eiga rétt á?,“ segir Geir í ummælum á Facebook síður Sigurðar Helgasonar sem vakti athygli á málin.

Geir segir að fjöldi leikja fari fram utandyra í lok febrúar á Íslandi. „Þessa viku (í lok febrúar / byrjun mars 2024) munu væntanlega fara fram tugir leikja utandyra í knattspyrnu í mótum m.a. á vegum KSÍ. Vitanlega getur veður haft áhrif og getur reyndar gert það alla mánuði ársins á Íslandi. Draumur um nýjan leikvang verður að veruleika en meðan beðið er verðum við að gera það besta úr stöðunni. Nei, leikurinn hlýtur að fara fram á Íslandi, annað er uppgjöf.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Eiður Ben frá Breiðablik til Þórs – Á að aðstoða Sigga Höskulds

Eiður Ben frá Breiðablik til Þórs – Á að aðstoða Sigga Höskulds
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Rúnar sendir pillu niður í Laugardal – „Það er það sem mér finnst alltaf svo skrýtið með KSÍ“

Rúnar sendir pillu niður í Laugardal – „Það er það sem mér finnst alltaf svo skrýtið með KSÍ“
433Sport
Í gær

Hafnaði þessum fjórum ensku liðum áður en hann valdi United

Hafnaði þessum fjórum ensku liðum áður en hann valdi United
433Sport
Í gær

Óttast um Yamal – Gæti orðið þrátlátt

Óttast um Yamal – Gæti orðið þrátlátt
433Sport
Í gær

Arteta útilokar ekki að lið fari að draga sig út úr keppnum – Palace á að spila þrjá leiki á fimm dögum

Arteta útilokar ekki að lið fari að draga sig út úr keppnum – Palace á að spila þrjá leiki á fimm dögum
433Sport
Í gær

Lammens gerir lítið úr lagi sem er sungið um hann – „Áður en ég verð nefndur í sömu setningu og hann“

Lammens gerir lítið úr lagi sem er sungið um hann – „Áður en ég verð nefndur í sömu setningu og hann“
433Sport
Í gær

Gísli Eyjólfsson verður leikmaður ÍA í dag

Gísli Eyjólfsson verður leikmaður ÍA í dag
433Sport
Í gær

Andri Hrafn fer yfir einkenni sem geta gert vart við sig eftir harmleik eins og átti sér stað í sumar: „En einnig afneitun og breytta sjálfsmynd“

Andri Hrafn fer yfir einkenni sem geta gert vart við sig eftir harmleik eins og átti sér stað í sumar: „En einnig afneitun og breytta sjálfsmynd“