Ryan Giggs, fyrrum leikmaður Manchester United, gæti verið að snúa aftur í þjálfun samkvæmt enskum miðlum.
Giggs er einn af eigendum Salford City í ensku D deildinni en hann hefur ekki þjálfað síðan 2022.
Giggs var þá látinn fara frá welska landsliðinu sem hann stýrði í fjögur ár en hann var ákærður fyrir heimilisofbeldi sem varð til brottreksturs.
Salford er í leit að nýjum aðalþjálfara og er Giggs á meðal tveggja annarra sem koma til greina.
Dean Holden, fyrrum þjálfari Charlton, er númer eitt á listanum og þá kemur Paul Hurst, fyrrum þjálfari Grimsby, einnig til greina.
Giggs á hlut í Salford ásamt fyrrum liðsfélögum sínum í Manchester United en nefna má menn eins og David Beckham, Gary Neville og Paul Scholes.