Luton 2 – 3 Chelsea
0-1 Cole Palmer(’12)
0-2 Noni Madueke(’37)
0-3 Cole Palmer(’70)
1-3 Ross Barkley ’80)
2-3 Elijah Adebayo(’87)
Chelsea var ekki nálægt því að missa forystuna gegn Luton í dag í fyrsta leik dagsins í ensku úrvalsdeildinni.
Chelsea komst í 3-0 á erfiðum útivelli þar sem Cole Palmer gerði tvö fyrir gestina og Noni Madueke eitt.
Ross Barkley, fyrrum leikmaður Chelsea, lagaði stöðuna fyrir Luton á 80. mínútu og klóraði í bakkann.
Elijan Adebayo bætti svo við öðru marki sjö mínútum síðar og tryggði spennandi lokamínútur.
Luton tókst þó ekki að skora jöfnunarmarkið og lokatölur 3-2 fyrir þeim bláklæddu.