fbpx
Laugardagur 15.nóvember 2025
433Sport

Sér eftir að hafa ekki birt myndband sem hann tók í Laugardalnum – „Sex tímum síðar kemur þessi frétt“

433
Sunnudaginn 3. desember 2023 07:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

video
play-sharp-fill

Skemmtikrafturinn og hlaðvarpsstjarnan Hjálmar Örn Jóhannsson var gestur í nýjasta þætti Íþróttavikunnar sem kemur út alla föstudaga. Helgi Fannar Sigurðsson og Hrafnkell Freyr Ágústsson hafa umsjón með þættinum.

Í þættinum var meðal annars rætt um þá ákvörðun UEFA að færa leik Breiðabliks og Maccabi Tel Aviv af Laugardalsvelli og á Kópavogsvöll. KSÍ hafði sett mikla peninga og vinnu í að halda Laugardalsvelli góðum og var hitapulsan góða lögð á flötinn.

Blikar hafa ekki mátt spila á Kópavogsvelli vegna strangra reglna UEFA í keppninni hingað til.

„Miðað við fjöldann sem býr á landinu er erfitt að ætlast til þess að við séum með tíu þúsund manna völl fyrir nokkuð stórt lið á Íslandi. Af hverju er ekki hægt að veita einhverjar undanþágur?“ spurði Hrafnkell í þættinum.

Hjálmar tók til máls.

„Ég tók upp gott grín-myndband af dúknum á Laugardalsvelli. Mér fannst ég helvíti góður. Ég sagði að það væri ekki hægt að spila á þessu, það væri snjór yfir öllum vellinum. Djöfull er lélegt hjá mér að hafa ekki sett það inn. Sex tímum síðar kemur þessi frétt um að leikurinn hafi verið færður,“ sagði Hjálmar léttur í bragði.

Umræðan í heild er hér ofar og þátturinn hér að neðan.

video
play-sharp-fill
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Þarf að draga sig úr enska landsliðshópnum

Þarf að draga sig úr enska landsliðshópnum
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Liverpool vill fá leikmann Bayern frítt næsta sumar

Liverpool vill fá leikmann Bayern frítt næsta sumar
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Erfiðir tímar og þungar ásakanir styrktu hjónabandið

Erfiðir tímar og þungar ásakanir styrktu hjónabandið
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Mbappe náði sögulegum áfanga í gær

Mbappe náði sögulegum áfanga í gær
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Klopp staðfestir endurkomu á hliðarlínuna en ekki sem þjálfari – Verður á HM næsta sumar

Klopp staðfestir endurkomu á hliðarlínuna en ekki sem þjálfari – Verður á HM næsta sumar
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Segir það hafa verið „andskoti stór mistök“ að fara til Chelsea

Segir það hafa verið „andskoti stór mistök“ að fara til Chelsea
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Forráðamenn United sjá eftir því að hafa selt McTominay – Napoli smellir á hann verðmiða

Forráðamenn United sjá eftir því að hafa selt McTominay – Napoli smellir á hann verðmiða
433Sport
Í gær

Ronaldo reiður Heimi Hallgrímssyni í kvöld : Fékk rautt spjald fyrir að slá til manns – Labbaði svo að Heimi og skammaði hann

Ronaldo reiður Heimi Hallgrímssyni í kvöld : Fékk rautt spjald fyrir að slá til manns – Labbaði svo að Heimi og skammaði hann
433Sport
Í gær

Frakkar gerðu Íslandi góðan greiða – Jafntefli dugar á sunnudag gegn Úkraínu

Frakkar gerðu Íslandi góðan greiða – Jafntefli dugar á sunnudag gegn Úkraínu
Hide picture