fbpx
Föstudagur 21.nóvember 2025
433Sport

Sér eftir að hafa ekki birt myndband sem hann tók í Laugardalnum – „Sex tímum síðar kemur þessi frétt“

433
Sunnudaginn 3. desember 2023 07:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

video
play-sharp-fill

Skemmtikrafturinn og hlaðvarpsstjarnan Hjálmar Örn Jóhannsson var gestur í nýjasta þætti Íþróttavikunnar sem kemur út alla föstudaga. Helgi Fannar Sigurðsson og Hrafnkell Freyr Ágústsson hafa umsjón með þættinum.

Í þættinum var meðal annars rætt um þá ákvörðun UEFA að færa leik Breiðabliks og Maccabi Tel Aviv af Laugardalsvelli og á Kópavogsvöll. KSÍ hafði sett mikla peninga og vinnu í að halda Laugardalsvelli góðum og var hitapulsan góða lögð á flötinn.

Blikar hafa ekki mátt spila á Kópavogsvelli vegna strangra reglna UEFA í keppninni hingað til.

„Miðað við fjöldann sem býr á landinu er erfitt að ætlast til þess að við séum með tíu þúsund manna völl fyrir nokkuð stórt lið á Íslandi. Af hverju er ekki hægt að veita einhverjar undanþágur?“ spurði Hrafnkell í þættinum.

Hjálmar tók til máls.

„Ég tók upp gott grín-myndband af dúknum á Laugardalsvelli. Mér fannst ég helvíti góður. Ég sagði að það væri ekki hægt að spila á þessu, það væri snjór yfir öllum vellinum. Djöfull er lélegt hjá mér að hafa ekki sett það inn. Sex tímum síðar kemur þessi frétt um að leikurinn hafi verið færður,“ sagði Hjálmar léttur í bragði.

Umræðan í heild er hér ofar og þátturinn hér að neðan.

video
play-sharp-fill
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Íþróttavikan í mynd: Landsleikirnir gerðir upp með Kjartani Henry og horft til Englands fyrir þétta helgi

Íþróttavikan í mynd: Landsleikirnir gerðir upp með Kjartani Henry og horft til Englands fyrir þétta helgi
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Cole Palmer slasaði sig á heimili sínu og verður frá næstu vikurnar

Cole Palmer slasaði sig á heimili sínu og verður frá næstu vikurnar
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Eftir mörg vond tíðindi fær Arteta góðar fréttir fyrir helgina

Eftir mörg vond tíðindi fær Arteta góðar fréttir fyrir helgina
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Átján ára drengur lést í umferðinni – Sá sem keyrði á hann flúði af vettvangi og var undir áhrifum fíkniefna

Átján ára drengur lést í umferðinni – Sá sem keyrði á hann flúði af vettvangi og var undir áhrifum fíkniefna
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Mætti með heimatilbúið klám af sér og kærustunni í vinnuna og sýndi öllum – „Nei, nei, þetta er nýja kærastan mín“

Mætti með heimatilbúið klám af sér og kærustunni í vinnuna og sýndi öllum – „Nei, nei, þetta er nýja kærastan mín“
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Vill ekki snúa aftur til Chelsea – Er orðinn besti vinur Luis Diaz

Vill ekki snúa aftur til Chelsea – Er orðinn besti vinur Luis Diaz
433Sport
Í gær

Útilokar ekki að skipta um þjóðerni eftir að Skotar komust á HM

Útilokar ekki að skipta um þjóðerni eftir að Skotar komust á HM
433Sport
Í gær

Félag Alberts horfir til London

Félag Alberts horfir til London
Hide picture