fbpx
Fimmtudagur 15.maí 2025
433Sport

Klikkun þegar Guardiola spilaði honum í nýrri stöðu – ,,Ég mun aldrei gleyma þessu“

Victor Pálsson
Föstudaginn 29. desember 2023 22:00

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bernardo Silva, leikmaður Manchester City, hefur nefnt ansi galinn hlut sem Pep Guardiola bað hann um að gera á síðasta tímabili.

Silva var beðinn um að svara erfiðri spurningu frá blaðamanni sem vildi fá að vita það klikkaðasta sem Guardiola hafi gert sem stjóri enska stórliðsins.

Silva var með svar um leið en hann þurfti að spila sem bakvörður í stórleik gegn Arsenal á síðustu leiktíð og mætti þar Bukayo Saka.

Portúgalinn er svo sannarlega enginn varnarmaður og þurfti að taka að sér nýtt hlutverk í gríðarlega mikilvægum leik.

,,Það klikkaðasta sem hann hefur gert var örugglega að spila mér í bakverði á Emirates gegn Bukayo Saka,“ sagði Bernardo.

,,Þetta var alls ekki auðvelt verkefni, pressan var mikil í þessum leik því við vorum að elta þá í toppbaráttunni og ef við hefðum tapað væri baráttan búin.“

,,Að taka þetta verkefni að mér gegn einum besta vængmanni heims, ég mun aldrei gleyma þessu. Ég elskaði þó áskorunina sem var gríðarlega erfið.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Segja samkomulag í höfn um verðmiða á Gyokeres – Mun lægri en flestir bjuggust við

Segja samkomulag í höfn um verðmiða á Gyokeres – Mun lægri en flestir bjuggust við
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Sjáðu atvikið uppi á Skaga í kvöld – Axel Óskar rekinn í sturtu

Sjáðu atvikið uppi á Skaga í kvöld – Axel Óskar rekinn í sturtu
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Verður líklegast áfram á Englandi

Verður líklegast áfram á Englandi
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Börsungar til í að losa átta – Voru áður í lykilhlutverki

Börsungar til í að losa átta – Voru áður í lykilhlutverki
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Dramað að taka enda – Vardy ætlar að borga Rooney 200 milljónir

Dramað að taka enda – Vardy ætlar að borga Rooney 200 milljónir
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Þetta er upphæðin sem Ronaldo hefur þénað í Sádí-Arabíu

Þetta er upphæðin sem Ronaldo hefur þénað í Sádí-Arabíu
433Sport
Í gær

Einn sá launahæsti í heimi fær samningi sínum í Sádí rift

Einn sá launahæsti í heimi fær samningi sínum í Sádí rift
433Sport
Í gær

Sjáðu myndböndin – Leikmenn Liverpool á snekkju að kveðja Trent í Dubai

Sjáðu myndböndin – Leikmenn Liverpool á snekkju að kveðja Trent í Dubai