Sjónvarpsþátturinn Íþróttavikan, sem kemur út alla föstudaga á 433.is, Hringbraut.is og í Sjónvarpi Símans VOD/Appi, er einnig aðgengileg á hlaðvarpsformi.
Helgi Fannar Sigurðsson og Hrafnkell Freyr Ágústsson hafa umsjón með þættinum og fá þeir góða gesti til sín í hverri viku og ræða allt það helsta úr heimi íþrótta.
Í nýjasta þættinum er árið 2023 gert upp í sérstökum áramótaþætti Íþróttavikunnar. Gestir eru Hörður Snævar Jónsson og Kristján Óli Sigurðsson.
Í þættinum eru hin ýmsu verðlaun veitt og þá er farið yfir allt það helsta úr íþróttalífinu hér á landi sem og erlendis á árinu 2023.
Þátturinn er í mynd hér í spilaranum og á ofangreindum stöðum en einnig má hlusta á þáttin hér neðar og í helstu hlaðvarpsveitum.