Kólumbíski knattspyrnumaðurinn James Rodriguez opnaði sig um tíma sinn í Katar við brasilíska sjónvarpsstöð. Þar var lífið ekki auðvelt.
Rodriguez hefur spilað fyrir lið á borð við Real Madrid og Bayern Munchen en árið 2021 yfirgaf hann Everton og fór til Al-Rayyan í Katar.
Skrifaði hann undir þriggja ára samning á flottum launum en var samningnum rift eftir aðeins eitt ár. Í september í fyrra fór hann til Olympiacos í Grikklandi.
„Það er mjög erfitt að venjast menningunni í Katar. Það er erfitt að aðlagast,“ sagði Rodriguez.
Hann tók svo dæmi, máli sínu til stuðnings.
„Í fótbolta fara allir í sturtu naktir. Liðsfélagar mínir sögðu mér að ég mætti það ekki. Ég var hræddur.“
Það voru fleiri atvik sem létu Rodriguez líða óþægilega á.
„Allir þarna borða með höndunum. Það var efitt fyrir mig. Ég spurði um hnífapör en þeir sögðu mér að borða með höndunum.“
Rodriguez spilar í dag með Sao Paulo í Brasilíu.