Þrátt fyrir að hafa verið meiddur fylgdist Erling Braut Haaland með sínu liði Manchester City sigra Everton í gær.
Var hann ansi sáttur með sigurinn og sýndi frá því í færslu á Instagram:
Netverjar tóku hins vegar eftir því á myndinni hér ofar að Haaland var ekki að horfa á leikinn á Amazon, sem var rétthafi á leiknum á Englandi. Stöðutaflan kom upp um það.
„Hann er að nota ólöglegt streymi,“ skrifuðu einhverjir netverjar en vakin er athygli á þessu í enskum miðlum.
Þar kemur þó einnig fram að ekki sé víst hvort Haaland sé staddur á Englandi og því sé mögulegt að hann hafi ekki getað horft á leikinn á Amazon.
City vonast til að endurheimta Haaland úr meiðslum snemma á næsta ári.